Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 99
98
skýrslu til sovéska utanríkisráðuneytisins og ráðherraráðsins nokkrum
mánuðum síðar og hann kenndi einnig áróðursstarfi Bandaríkjanna um
slæmt gengi MÍR á Íslandi.37
Til viðbótar við Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna og Íslensk-
ameríska félagið, er starfrækt var frá árinu 1955, beittu hin andkomm-
únísku samtök Congress for Cultural Freedom sér fyrir stofnun félagsins
Frjálsrar menningar á árunum 1956–1957. Frjáls menning var formlega
stofnað í mars árið 1957 og bættist nú smám saman í hóp félagasamtaka
á hægri væng stjórnmálanna en fram að þessu hafði ekki tekist eins vel að
sameina íhaldssama menntamenn og nýta þá í menningaráróðri og sósíal-
istum hafði tekist sín megin. Fyrsti stórviðburður Frjálsrar menningar var
fundur „til minningar um ungversku byltinguna.“ Fundurinn var haldinn
í Gamla bíói hinn 3. nóvember og var vel sóttur en fyrirlestur hins ung-
verska George Faludy var þar aðaldagskrárliðurinn.38 Morgunblaðið birti
erindi fundarmanna á síðum sínum en Frjáls menning keypti m.a. auglýs-
ingu um fundinn í Þjóðviljanum og sýnir birting hennar þar að sjónarhorn
Faludys og ungverskra uppreisnarmanna naut ákveðinnar samúðar meðal
sumra íslenskra sósíalista.
Árið 1957 var augljóst að skilyrði fyrir menningarstarfi Sovétmanna á
Íslandi höfðu gjörbreyst: ekki bara út af leyniræðunni og Ungverjalandi,
heldur einnig út af þeim krafti sem hlaupinn var í starf Upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna um land allt. En á sama tíma var komin ný vídd í samkeppni
stórveldanna árið 1957 sem olli því að sjálfsöryggi Sovétmanna jókst í réttu
hlutfalli við örvilnun Bandaríkjamanna og gerði þeim að lokum kleift að
halda veglega upp á stórafmæli byltingarinnar í nóvember. Hinn 4. októ-
ber árið 1957 urðu Sovétmenn fyrstir til að senda gervitungl út í geiminn
þegar Spútnik I hóf ferð sína umhverfis jörðina.39 Þjóðviljinn setti þetta
37 GARF, f. 9576, op. 18s, d. 42, ll. bls. 22–26. „O sozdanii sovetskogo inform-
atsionnogo biuro v Islandii“ 20. júní 1957.
38 Haukur Ingvarsson, „„Svo þið ætlið að vera ópólitískir, skilst mér“. Almenna
bókafélagið, Frjáls menning og Congress for Cultural Freedom,“ Saga: Tímarit
Sögufélags LIV:2 (2016), bls. 54–89. Sjá líka auglýsingu í Þjóðviljanum 2. nóvember
1957, bls. 8.
39 Til eru ógrynni rannsókna um ýmiss konar áhrif geimferða Sovétmanna, heima
fyrir og alþjóðlega. Sjá t.d. Slava Gerovich, Soviet Space Mythologies: Public Images,
Private Memories, and the Making of a Cultural Identity (Pittsburgh, PA: University
of Pittsburgh Press, 2015); Trevor S. Rockwell, „Space Propaganda ‘For All Man-
kind’: Soviet and American Responses to the Cold War, 1957–1977,“ Óútgefin
doktorsritgerð, University of Alberta, 2012; James T. Andrews og Asif A. Siddiqi,
ritstjórar, Into the Cosmos: Space Exploration and Soviet Culture (Pittsburgh, PA:
RÓsa MagnúsdÓttiR