Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 220
219
og skjaldbaka við sína skel. Með fylgir einhverskonar ofmat hvers hóps
á sjálfum sér og einatt það sem virðist blátt áfram ástríða til tortímingar,
ofbeldis og landvinninga. Sálarástand ættjarðarástar magnast og skerpist
að miklum mun eftir ósigra í stríði, einkum þegar sigurvegararnir taka af
þeim sigruðu hluta af landi þeirra. Þá fær ættjarðarástin einkenni langvar-
andi og heiftúðugs haturs á sigurvegurunum og hefndin verður að hugsjón
allrar þjóðarinnar, ekki aðeins verstu hluta hennar, það er að segja yfirstétt-
anna, heldur og þeirra bestu, með öðrum orðum: hins vinnandi fjölda.
Sem sagt: ef við með óhjákvæmilegu ofbeldi legðum undir okkur hluta
af yfirborði Jarðar þá mundi það vafalaust leiða til sameiningar alls mann-
kyns í einni og sömu jarðarást, í miskunnarlausu kynþáttahatri í garð land-
nema okkar. Það yrði heilagt og göfugt afrek og ávísun á ódauðlega frægð
í augum manna að tortíma aðkomumönnum með öllum ráðum, einnig
hinum sviksamlegustu. Tilvera landnema okkar yrði fullkomlega óbærileg.
Þið vitið að það er yfirleitt næsta auðvelt að tortíma lífi, jafnvel fyrir van-
þróaða menningu. Við erum margfalt öflugri en jarðarbúar í eiginlegum
orustum, en með skyndiáhlaupum gætu þeir drepið okkur með alveg jafn-
góðum árangri og þeir drepa hver annan. Að auki ber þess að geta að listin
að myrða er mun háþróaðri í þeirra sérkennilegu menningu en aðrir þættir
hennar.
Það yrði vitanlega ómögulegt að búa með þeim og innan um þá. Það
mundi þýða linnulaus samsæri og hryðjuverk af þeirra hálfu, en félagar
okkar mundu búa við stöðugt yfirvofandi háska og mikið manntjón. Við
yrðum að flytja alla burt frá þeim svæðum sem við mundum hertaka –
flæma burt tafarlaust tugi ef ekki hundruð milljóna. Ef litið er til stjórn-
málakerfa þeirra, sem viðurkenna ekki gagnkvæma bróðurlega aðstoð, til
samfélagsgerðar sem heimtar að gjald komi fyrir hverja aðstoð og greiða,
og að lokum til klaufalegra og ósveigjanlegra framleiðsluhátta þeirra sem
leyfa ekki nógu hraða aukningu framleiðslunnar né heldur uppskiptingu
framleiðsluafurða – þá myndu þessar milljónir manna sem við hefðum
rekið burt verða að miklum meirihluta dæmdar til kvalafulls hungurdauða.
Sá minnihluti þeirra sem eftir yrði mundi koma upp sveitum heiftarfullra
og ofstækisfullra áróðursmanna gegn okkur meðal annarra Jarðarbúa.
Við mundum neyðast til að halda baráttunni áfram. Allt okkar yfir-
ráðasvæði á Jörðunni yrði að breytast í herbúðir sem stöðugt yrði að verja.
Óttinn við nýja landvinninga okkar og mikið kynþáttahatur munu beina
öllum kröftum Jarðarbúa að því að undirbúa og skipuleggja styrjaldir gegn
RAUðA STJARNAN (BROT)