Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 211
210
skap staðurinn þar sem draumar hafa ræst í nútíð eða framtíð. En um það
leyti er að hefjast sú þróun sem síðar verður ríkjandi: staðleysubókmenntir
verða fyrst og fremst dystópíur, lýsa samfélögum þar sem ákveðinn háski
sem leynist í samtíð höfundanna hefur breyst í martröð. Bjartsýnin yfirgef-
ur staðleysuna og hrollvekjan tekur við. Ástæður fyrir því að þetta gerist
eru margar. Þá er fyrst að nefna að sú framfarabjartsýni sem ríkti víða um
lönd seint á nítjándu öld og í byrjun þeirrar tuttugustu verður fyrir mikl-
um skakkaföllum með grimmri og heimskulegri slátrun milljóna manna í
heimsstyrjöldinni fyrri, sem og í þeirri pólitísku þróun sem við tók í Evr-
ópu að henni lokinni með valdi hinna miklu einræðisherra í Þýskalandi
og Sovétríkjunum og reyndar víðar. En einnig má minna á það, að hin illa
staðleysa, dystópían, hlýtur að vera mikil freisting rithöfundum sem vilja
að verk þeirra sinni því nauðsynlega hlutverki að rífa niður blekkingar og
falsvonir sem haldið er að fólki í þeirra samtíð. Í glímu við það óþolandi
ástand sem í dystópíum ríkir er líka miklu betra söguefni að finna en í
bjartsýnislýsingum á heimi þar sem öll helstu vandamál eru talin leyst. Í
Himnaríki gerist ekki neitt, það er vandi sem höfundar trúarlegra leiðslu-
bókmennta glímdu við þegar á miðöldum. En í Helvíti staðleysunnar illu
ríkir háski og spenna, efni í merkilegar mannraunir.
Bolshevikarnir Bogdanov og Zamjatin skrifa sínar sögur með tólf ára
millibili og einmitt á þeim árum laskast mikið trú manna víða um lönd
á hiklausar framfarir. En í þeirra eigin landi búa höfundar staðleysubók-
mennta við þá sérstöðu að þar er ekki aðeins verið að glíma við staðleysu-
drauma í bókmenntum – þeir eru á dagskrá í hverju húsi ef svo mætti segja.
Rússland einvaldra keisara er horfið, til orðin Sovétríki í byltingu sem
kenndi sig við öreigana. Því valdakerfi og þeim pólitíska veruleika sem var
skal kasta á glæ og skapa nýjan heim – og nýja menn. Foringjar bylting-
arinnar eins og Lenín sjálfur brýndu það að vísu fyrir mönnum að þessi
nýsköpun mundi taka langan tíma og menn mættu ekki láta byltingaróþol
blinda sig fyrir þeim erfiðleikum sem þyrfti að yfirstíga. En þeir gleymdu
samt ekki að minna á hin miklu fyrirheit (eins og Lenin gerði sjálfur í rit-
inu Ríki og bylting sem hann skrifaði byltingarárið 1917). Fyrirheit um það
hvernig síðar meir væri með samstillingu allra skapandi krafta, með starfs-
gleði og allsnægtum unnt að skapa staðleysuna miklu, kommúnismann, þar
sem „hver maður vinnur eftir bestu getu og fær í sinn hlut eftir þörfum“.
Og allt ofbeldi af hálfu ríkisins er orðið óþarft og sjálft ríkið visnað, liðið
undir lok með nokkrum hætti. Minni spámenn og áróðursmenn spöruðu
ÁRni beRgMann