Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 199
198
áleitnu spurningu upp hvort líf Lóu verði þungbærara fyrir vikið? Hvort
henni farnist verr eftir að kúgunarrétturinn, valdið til að slá eign sinni á
hana og líkama hennar, færist úr höndum eins hóps af karlmönnum til
annars – hvort hún sé hærra metin í sveitinni en Reykjavík? Svarið er ekki
jafn augljóst og túlkunarhefðin gefur í skyn.
Hugum aftur að ummælum Peters Hallberg þess efnis að í líkkistunni
í formi sonar hennar séu í raun „komandi kynslóðir, framtíð þjóðarinnar“.
Persónan er borin þungum sökum og hún er smánuð, svipt virðingu og
gildi. Hallberg leggur ábyrgðina á dauða barnsins við fætur Lóu. Höfnun
móðurhlutverksins er höfnun á syninum, og það að vera hafnað af móður
sinni er meira en lítið hjarta getur afborið, eða þetta virðist vera almennur
skilningur á táknrænni hlið sviplegs fráfalls barnsins. Raunin er að vísu sú,
að eiginmaðurinn Óli var með barninu allan tímann og gerði allt sem í
mannlegu valdi stóð til að bjarga lífi þess, læknar voru kallaðir út, lyf notuð,
spítalar. Nærvera Lóu hefði ekki breytt neinu, mætti ætla. En um það snýst
málið vitanlega ekki. Það sem hér er í húfi er hugmyndafræði kvenleikans.
Lóa var „engill hússins“, svo vitnað sé í ljóð Coventry Patmore, áður en
hún „strauk“með skemmtanastjóranum að sunnan og sveik þannig allt sem
gott er og hreint.102
Hvort sem það er sanngjarnt eða ekki þá er ætlast til þess að Lóa beri
ábyrgð á eigin falli og fjölskylduharmleiknum. Við fyrstu sýn virðast stýri-
þættir textans styðja slíka túlkun. Lóu er bókstaflega færð líkkista barns-
ins síns í lokaatriðinu, líkt og hún þurfi að horfast í augu við afleiðingar
gjörða. Og í víðara samhengi þá er það hinn syndumspillti nútími – heimur
græðgi og brenglunar – sem hefur gleypt Lóu með húð og hári. En til að
þessi túlkun standist skoðun og sé sannfærandi þarf andstæðan að vera til
staðar, það er ekkert fall án þess að til sé Eden. Heimarnir tveir sem ræddir
eru hér að framan þurfa að vera til staðar og í andstöðu hvor við annan.
Í Atómstöðinni er slíkur valkostur til staðar og það er heimabyggð Uglu.
Þangað fer hún til að ala barn sitt í kyrrð óspilltrar náttúru og sveitasælu
og – þetta er mikilvægast – í öruggri fjarlægð frá ógnum borgarinnar,
líkamlegum, siðferðilegum og hugmyndafræðilegum.103 Vissulega gefur
102 Coventry Patmore. „The Angel in the House.” Project Gutenberg: http://www.
gutenberg.org/ebooks/4099?msg=welcome_stranger
103 Sæla æskuáranna er kölluð fram í minningum sem skýra að hluta hvers vegna Ugla
kýs að snúa aftur í sveit sína áður en hún elur barn sitt: „Ég sit niðri í gilinu við læk-
inn þar sem reyrlyktin er sterkari á veturna en sumrin, það var hér sem við lékum
okkur börn að horni og kjálka; og fyltum ryðgaða dós í læknum af þesskonar vatni
bJöRn ÞÓR vilhJÁlMsson