Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 148
147
hefur aldrei sést í þeim heimi sem lifandi menn kalla raunveruleika nema
sem bókstafir á blaði eða hugsmíð í kolli lesenda. En hlátrinum gætu fylgt
nokkrar vangaveltur þar eð orð Önnu leiða hugann að tengslum skáld-
skapar og veruleika.
Í íslenskum miðaldatextum er skáldskapur stundum talinn til íþrótta en
það orð var að fornu notað um hverskyns leikni, jafnt líkama sem hugar.
Nú er það einkum notað um skipulagða líkamsþjálfun og leik svo að skáld-
skapariðkun er því miður ekki í boði á árlegum íþrótta- og leikjanámskeið-
um ýmissa sveitarfélaga. Skáldskapurinn er þó nátengdur leik og einmitt
það er eitt af því sem menn hafa nýtt til að varpa ljósi á tengsl hans við
veruleikann.
Menn hafa reynt að skýra afstöðu lesenda til skáldaðra frásagna á ýmsan
hátt, t.d. með því sem kalla má þykjustureglu (e. make-believe).12 Þá er lögð
áhersla á að slíkar frásagnir sýni tiltekinn heim eins og hann væri raun-
verulegur heimur, þykist segja frá raunverulegum atburðum og persónum.
Þetta ætti jafnt við um frásagnir Guðbergs Bergssonar af hinu skáldaða
sjávarplássi Tanga, þó að lesendur séu þar hvað eftir annað minntir á að
þeir eru að lesa skáldskap og Mánastein Sjóns, þar sem sögumaður segir
frá borg, sem nefnist Reykjavík árið 1918 þegar illræmd inflúensa brýst
út. Gert er ráð fyrir að þeir sem lesa sögur þekki oftast þykjusturegluna en
engu að síður kunni þeir að vera dálítið tvöfaldir í roðinu við lesturinn. Í
sömu mund og þeir geri sér grein fyrir að persónurnar sem þeir lesa um,
hafi aldrei verið til í veruleikanum, finni þeir til með þeim, reiðist yfir
framgöngu þeirra, gráti yfir örlögum þeirra, o.s.frv. Þeir láti í sem stystu
máli eins og um lifandi fólk sé að ræða; hagi sér líkt og barn sem hefur
ákveðið að hnöttóttur steinn sé fugl og dálítil grein api og fari því að hrína
þegar mamma þess, sem veit ekki betur en steinninn sé steinn og greinin
grein, fleygir þeim í ruslið.
12 Kendall L. Walton, Mimesis as Make-Believe: On the Foundations of the Representa-
tional Arts. Cambridge Ma og víðar: Harvard University Press, 1990, bls. 11. –
Marie-Laure Ryan hefur bent á að hugmyndina um þykjustuleiki megi víðar finna
fyrr en hjá Walton, t.d. hjá Coleridge, en Walton setji hana í víðara samhengi.
Hann ætli sér stærri hlut en aðrir, þ.e. að setja fram kenningu um birtingarmynd
(e. representation) og fyrirbærafræði þess hvernig menn tileinka sér almennt listir
þar sem birtingarmyndin getur komið í stað hins skáldaða (e. fiction), sjá Narrative
as Virtual Reality: Immersion and Interactivity in Literature and Electronic Media,
Baltimore og London: John Hopkins University Press, 2001, bls. 107–108, og
Narrative as Virtual Reality 2: Revisiting Immersion and Interactivity in Literature and
Electronic Media, Baltimore: John Hopkins University Press, 2015, bls. 65.
VÍTT UM HEIMA