Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 52
51
eftirtektarverðastur. Það er eins og ritstjóra Dagsbrúnar, Ólafi Friðrikssyni,
og viðmælandanum ónafngreinda,12 hafi þótt hugmyndin um að umbylta
íslensku þjóðfélagi eins og verið var að gera í Rússlandi bæði heillandi og
óraunveruleg.13 Hálfkæringurinn undirstrikar með öðrum orðum fram-
andleika verkalýðsbyltingar á Íslandi árið 1919.
Smám saman jókst umræðan um byltinguna og þá aðallega í málgagni
Alþýðuflokksins í Reykjavík – Dagsbrún og (frá október 1919) Alþýðublaðinu
– enda var ritstjórinn, Ólafur Friðriksson, mjög áhugasamur um það sem
var að gerast í Rússlandi. Birtar voru fjöldamargar fréttir og greinar um
byltinguna, oft þýddar eða endursagðar úr dönskum blöðum.14 Vorið
1919 skrifaði Ólafur langan greinaflokk undir fyrirsögninni „Klukkan hjá
Rússum“, sem var að stofninum til rakning á atburðarásinni15 og þegar
komið var fram á árið 1921 bar æ meira á samúð með bolsévikum, bæði í
aðsendum greinum blaðsins og ritstjórnargreinum.16
Í maí 1919, þegar Dagsbrún birti viðtalið við unga bolsévikann, voru
tæpir tveir mánuðir síðan Lenín hafði boðað til stofnþings alþjóðasam-
taka kommúnista, Komintern, í Moskvu. Þá þegar höfðu verið stofnaðir
kommúnistaflokkar í nokkrum Evrópulöndum og fleiri fylgdu í kjölfar-
ið á næstu misserum. Á Íslandi var ekki stofnaður kommúnistaflokkur
fyrr en 1930, en uppbygging kommúnistahreyfingarinnar hófst mun fyrr.
Brynjólfur Bjarnason og Hendrik Ottósson fóru austur til Moskvu árið
1920 þar sem þeir sóttu 2. heimsþing Komintern og ári síðar fóru á 3.
heimsþingið þeir Ársæll Sigurðsson og Ólafur Friðriksson. Þegar líða tók
á þriðja áratuginn voru síðan tekin upp milliliðalaus samskipti við alþjóða-
12 Viðmælandinn hefur líklega verið Hendrik Ottósson.
13 Sbr. Ragnheiður Kristjánsdóttir, Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál
1901–1944, (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2008), bls. 173.
14 Sjá t.d. „Ástandið í Rússlandi“, Alþýðublaðið 6. desember 1919; Georg Brandes,
„Rússland“, Alþýðublaðið 19. og 20. desember 1919; H[endrik] Siemsen-Ottósson,
„Bréf Litvinoffs“ Alþýðublaðið 10. janúar 1920; Georg Lansbury, „Lenin og sam-
vinnustefnan“, Alþýðublaðið 4. júní 1920.
15 Fyrsta greinin birtist 5. apríl og niðurlagið 24. maí 1919.
16 Sjá t.d. „X“, „Alþjóðasambönd verkamanna“, 24. júní 1920; M. Hallsson, „Nokkur
orð um jafnaðarmensku“, 3. ágúst 1920; „Sjötta Norðurlandaríkið“, 6. september
1920; Brynjólfur Bjarnason, „Mentamálin í Rússlandi“, 30. október og 2. nóvember
1920; Brynjólfur Bjarnason, „“Ave Cæsar!”“, 8. nóvember 1920; Hendrik J. S.
Ottósson, „Utan úr heimi“, 7. febrúar 1921; Hendrik J. S. Ottósson, „Í svefnrof-
unum“, 8. og 11. apríl 1921; „Ísland og Rússland“, 2. maí 1921; „Án.“, „Lenín og
Morgunblaðið“, 10. maí 1921; Hendrik J. S. Ottósson, „Internationale“, 2. júní
1921.
RúSSNESK BYLTING Á ÍSLANDI?