Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 30

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 30
29 anlegrar kreppu; afhelgun Stalíns á tuttugasta þingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna skapaði tómarúm sem ekki varð með neinum ráðum fyllt, og á sama ári sýndi byltingin í Ungverjalandi í fyrsta sinn hve hættulegt sam- spil umbóta og andófs gat orðið stjórnvöldum sem þannig var ástatt fyrir. Graziosi miðar tímatal sitt við Evrópu, telur meinta sigra Sovétríkjanna í öðrum heimshlutum ekki hafa vegið þungt þegar á reyndi, og atburðir áranna 1989–1991 hafa sýnt að örlög kommúnismans réðust á evrópskum vettvangi (Kína var þá þegar komið á aðra braut). En jafnvel þótt fallizt sé á þennan túlkunarramma, vakna spurningar um árið 1956 og þróun mála í kjölfar þess. Rétt er það að 1956 markar upphaf langvarandi lögmæt- iskrísu, en nánari athugun sýnir að hún réð ekki öllu um vegferð næstu þriggja áratuga. Tilraunir voru gerðar til að endurstofna kommúnismann, og samspil þeirra við áframhaldandi kreppuferli var flóknari saga en svo að endanleg niðurstaða verði talin hin eina mögulega.15 Ef litið er á tímabilið eftir 1956 sem óráðið milliskeið (gagnstætt þeim hugmyndum, sem margir gerðu sér um stöðugleika Brezhnev-áranna 1964–1982), er nærtækt að miða endalok þess við atburði á síðasta áratugi aldarinnar, og sér í lagi árið 1991. Í ljósi þess sem síðar hefur gerzt og skýrzt er þá ekki um algert hrun sovétkerfisins að ræða, heldur um hraða röð þriggja mismunandi leiða út úr ógöngum þess. Þær tengjast nöfnum þriggja leiðtoga. Gorbatsjov kom af stað miklu róttækari stofnanabreytingum en hann hafði upprunalega í huga; Jeltsín hefur réttilega verið kenndur við markaðsbolsévisma; nú er til siðs að gera of mikið úr sovézkum bakgrunni Pútíns, en viss skyldleiki við lykilstofnanir og sjálfsmynd stórríkisins er óumdeilanlegur. Hrunið í byltingunni Karel Kramář, fyrsti forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, gaf árið 1921 út bók um atburði undanfarinna ára í Rússlandi, og líkir þeim þegar í byrjun við það að Pétursborg hefði sokkið aftur niður í fenin sem hún var upphaflega byggð á.16 Kramář var íhaldssamur í stjórnmálum, giftur rússneskri yfir- stéttarkonu og hefði eftir 1918 viljað stuðla að endurreisn keisarastjórn- arinnar. Túlkun hans á rússnesku byltingunni snýst fyrst og fremst um það að elítur af öllu tagi hafi brugðist. En samlíkingin er umhugsunar- 15 Þessi mál ræðir tékkneski sagnfræðingurinn Pavel Kolář ýtarlega í bókinni Poststa- linismus (Kӧln & Wien: Bӧhlau, 2016). 16 Sjá Karel Kramář, Ruská krise, (Praha: Pražská akciová tiskárna, 1921). Bókin var tekin úr umferð á valdatímum kommúnista, en er nú aðgengileg á Slavneska bóka- safninu í Prag. BYLTINGIN MEðAL BYLTINGANNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.