Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 30
29
anlegrar kreppu; afhelgun Stalíns á tuttugasta þingi Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna skapaði tómarúm sem ekki varð með neinum ráðum fyllt, og
á sama ári sýndi byltingin í Ungverjalandi í fyrsta sinn hve hættulegt sam-
spil umbóta og andófs gat orðið stjórnvöldum sem þannig var ástatt fyrir.
Graziosi miðar tímatal sitt við Evrópu, telur meinta sigra Sovétríkjanna
í öðrum heimshlutum ekki hafa vegið þungt þegar á reyndi, og atburðir
áranna 1989–1991 hafa sýnt að örlög kommúnismans réðust á evrópskum
vettvangi (Kína var þá þegar komið á aðra braut). En jafnvel þótt fallizt sé
á þennan túlkunarramma, vakna spurningar um árið 1956 og þróun mála
í kjölfar þess. Rétt er það að 1956 markar upphaf langvarandi lögmæt-
iskrísu, en nánari athugun sýnir að hún réð ekki öllu um vegferð næstu
þriggja áratuga. Tilraunir voru gerðar til að endurstofna kommúnismann,
og samspil þeirra við áframhaldandi kreppuferli var flóknari saga en svo að
endanleg niðurstaða verði talin hin eina mögulega.15 Ef litið er á tímabilið
eftir 1956 sem óráðið milliskeið (gagnstætt þeim hugmyndum, sem margir
gerðu sér um stöðugleika Brezhnev-áranna 1964–1982), er nærtækt að
miða endalok þess við atburði á síðasta áratugi aldarinnar, og sér í lagi árið
1991. Í ljósi þess sem síðar hefur gerzt og skýrzt er þá ekki um algert hrun
sovétkerfisins að ræða, heldur um hraða röð þriggja mismunandi leiða út
úr ógöngum þess. Þær tengjast nöfnum þriggja leiðtoga. Gorbatsjov kom
af stað miklu róttækari stofnanabreytingum en hann hafði upprunalega í
huga; Jeltsín hefur réttilega verið kenndur við markaðsbolsévisma; nú er
til siðs að gera of mikið úr sovézkum bakgrunni Pútíns, en viss skyldleiki
við lykilstofnanir og sjálfsmynd stórríkisins er óumdeilanlegur.
Hrunið í byltingunni
Karel Kramář, fyrsti forsætisráðherra Tékkóslóvakíu, gaf árið 1921 út bók
um atburði undanfarinna ára í Rússlandi, og líkir þeim þegar í byrjun við
það að Pétursborg hefði sokkið aftur niður í fenin sem hún var upphaflega
byggð á.16 Kramář var íhaldssamur í stjórnmálum, giftur rússneskri yfir-
stéttarkonu og hefði eftir 1918 viljað stuðla að endurreisn keisarastjórn-
arinnar. Túlkun hans á rússnesku byltingunni snýst fyrst og fremst um
það að elítur af öllu tagi hafi brugðist. En samlíkingin er umhugsunar-
15 Þessi mál ræðir tékkneski sagnfræðingurinn Pavel Kolář ýtarlega í bókinni Poststa-
linismus (Kӧln & Wien: Bӧhlau, 2016).
16 Sjá Karel Kramář, Ruská krise, (Praha: Pražská akciová tiskárna, 1921). Bókin var
tekin úr umferð á valdatímum kommúnista, en er nú aðgengileg á Slavneska bóka-
safninu í Prag.
BYLTINGIN MEðAL BYLTINGANNA