Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 98
97
andsovésks áróðurs á Íslandi og Kristinn E. Andrésson, er sá að mestu
um samskipti MÍR bæði við VOKS og sendiráðið, lýsti áhyggjum sínum
í bréfi til Moskvu dagsettu hinn 6. janúar 1957 og skrifaði að nýliðnir
mánuðir hefðu séð aukna hörku í áróðursstríðinu. Hann taldi hatursáróð-
ur í garð Sovétríkjanna hafa eyðilagt þann velvilja sem MÍR hefði aflað
Sovétríkjunum með uppbyggilegu starfi undanfarinna ára en í honum var
þó enginn uppgjafartónn. Bjartsýni fyrri ára (sem greina má í mörgum
fyrri skýrslum Kristins) hafði þó vikið fyrir raunsærri tóni. Kristinn ræddi
nauðsyn þess að halda baráttunni áfram og varð honum sérstaklega tíðrætt
um öflugt starf Bandaríkjanna og þann skaða sem Upplýsingaþjónusta
Bandaríkjanna ylli á Íslandi.32
Ein af uppástungum Kristins var að vikið yrði frá fyrri markmiðum
sendinefndaskipta um að senda eins breiðan hóp fólks til Sovétríkjanna og
mögulegt væri. Nú væri mikilvægara að bjóða meðlimum MÍR, aðgerð-
arsinnum og öðrum „sönnum vinum Sovétríkjanna.“33 Greinilegt er að
nú var ekki hægt að taka taka neina áhættu í áróðursstarfinu: frægar eru
beinskeyttar frásagnir sendinefndar Agnars Þórðarsonar, Steins Steinarrs
og félaga frá árinu áður, en þær höfðu valdið Kristni og fleirum „sönnum
vinum“ Sovétríkjanna vonbrigðum.34 Kristinn mælti þess vegna með því
að við núverandi aðstæður yrðu boðsferðir „forréttindi til handa örlátum
vinum Sovétríkjanna og fyrir þá sem þora að vinna opinberlega að vina-
samstarfi milli landanna okkar tveggja.“35
Kristinn tók einnig fram að eins og staðan væri, þá væri erfitt að koma
sovéskum kvikmyndum í sýningar á Íslandi og almennt voru skilyrði MÍR
mjög erfið. Kristinn rétt tæpti á „atburðunum í Ungverjalandi“ en gerði
mikið úr afrekum og fjárráðum Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna sem
erfitt væri að keppa við. Hann hélt fast í það að kvikmyndir og annað
menningarefni frá Sovétríkjunum væri mun vandaðra en það efni sem
kæmi frá Bandaríkjunum en viðhorf í samfélaginu (og ólíkar aðstæður)
gerðu að verkum að Bandaríkjamönnum væri betur tekið út um allt land.36
Sendiherra Sovétríkjanna á Íslandi, Pavel Ermoshin, skrifaði ítarlega
32 GARF, f. 5283, op. 20, d. 87, ll. 241–242. Bréf frá Kristni E. Andréssyni, f.h. Mið-
stjórnar MÍR til VOKS, Reykjavík, 6. janúar 1957. Bréfið er ritað á ensku.
33 Sama heimild.
34 Sama heimild. Sjá hér Agnar Þórðarson, Kallað í Kremlarmúr: Ferð um Sovetrík-
in sumarið 1956 með Steini Steinar og fleirum (Reykjavík: Almenna bókafélagið,
1978).
35 GARF, f. 5283, op. 20, d. 87, ll. 241–242.
36 Sama heimild.
„LÍTILMAGNANS MORGUNROðI?“