Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 145
144
Skrif þeirra Þorsteins og Torfa tóku ekki síst mið af hugmyndum heim-
spekinga, skálda og táknfræðinga á tímabilinu frá sjöunda áratug síðustu
aldar til hins níunda;3 fyrir vikið á eftir að kynna til sögu ýmislegt sem
birtist eftir það. Ég nýti mér fræðaskrif frá síðustu öld en sæki líka til nýrri
skrifa, meðal annars frásagnarfræðingsins Marie-Laure Ryan sem samdi
á sínum tíma doktorsritgerð um hugsanlega heima en hefur seinna þróað
hugmyndir sínar í samræmi við hugræna frásagnarfræði og þá sem kölluð
hefur verið þvermiðla (e. cognitive narratology/cognitive narrative theory og
transmedia narratology).4 Um textaheima hefur mér vitanlega ekki verið
fjallað fyrr á íslensku. Margir erlendir bókmenntafræðingar hafa sett fram
kenningar um þá en ég kýs sem dæmi hugmynd er tengir þá skemakenn-
ingum, þ.e.a.s. útfærslu Elenu Semino á þeim.5
Merking
Margir hafa eflaust mætt því viðhorfi að merking skáldverks á bók sé í
orðum á blaði. Í skólakerfinu er ekki óalgengt að börn og unglingar séu
alin upp við að orð merki þetta og hitt en ekki að menn leggi þennan eða
hinn skilninginn í þau og séu stundum á einu máli um hann, stundum ekki.6
Þannig er haldið að ungviðinu ævafornri afstöðu. Með auknum áhuga
118–119 og Torfi H. Tuliníus, „Landafræði og flokkun fornsagna“, Skáldskaparmál,
1/1990, bls. 142–156, hér bls. 151 og 152; sjá einnig W.H. Auden, Secondary Worlds,
London og Boston: Faber and Faber, 1968.
3 Þorsteinn nýtir sér háttarökfræði en Torfi vísar til Umbertos Eco og Thomasar G.
Pavel, sjá Þorsteinn Gylfason, Að hugsa á íslenzku, bls. 117–119 og Torfi Tulinius,
„Landafræði og flokkun fornsagna“, bls.150–152 (t.d.).
4 Marie-Laure Ryan sækir margt til hugfræða og hefur lagt sitthvað til hugrænnar
frásagnarfræði en kýs nú að kenna sig við þá þvermiðla enda miðast skrif hennar t.d.
við frásagnir í tölvuleikjum og kvikmyndum ekki síður en sögur á bók. Hér sæki ég
til ýmissa rita hennar en ekki síst Marie-Laure Ryan, „From Parallel Universes to
Possible Worlds: Ontological Pluralism in Physics, Narratology, and Narrative“,
Poetics Today, 4/2006, bls. 633–674.
5 Sjá Elena Semino, „Schema theory and the analysis of text worlds in poetry“, Lan-
guage and literature 2/1995, bls. 79–108; „Text Worlds“, Cognitive Poetics: Goals,
Gains and Gaps, ritstj. Geert Brône og Jeroen Vandaele, Berlín og New York:
Mouton de Gruyter, 2009, bls. 33–72, og Language and World Creation in Poems
and Other Texts, London og New York: Routledge, 1997.
6 Hér byggi ég einfaldlega á eigin reynslu. Ég hef tekið þátt í og/eða fylgst með skóla-
starfi í grunnskólum og framhaldsskólum í ríflega fjóra áratugi. – Hugmyndin um
tilviljanakennd (e. arbitrary) tengsl máls og merkingar hefur verið tekin hressilega
í gegn síðustu áratugi, sjá t.d. Mary Thomas Crane, Shakespeare’s Brain: Reading
with Cognitive Theory, Princeton: Princeton University Press, 2010, bls. 12–13.
beRglJÓt soffía KRistJÁnsdÓttiR