Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 151
150
sem spannar ótalda sérheima. Það sem allajafna er nefnt „raunheimur“ er
miðja þessa alheims og kringum hann raðast hugsanlegir heimar í mismik-
illi fjarlægð og líkjast honum í mismiklum mæli.21
Skilin milli hugsanlegra heima ráðast af því hvernig menn túlka svo-
nefnd aðgangstengsl. Algengast mun að menn taki mið af háttarökfræði
þegar þeir setja fram kröfu um aðgengi og skilgreini þá hugsanlega heima
sem ástand mála eða aðstæður sem gætu verið raunveruleg og lúta almennum
rökfræðilegum lögmálum. Það merkir að í hugsanlegum heimum gildir svo-
kallað mótsagnalögmál og reglan um annað tveggja: Sé staðhæfing sönn er
neitun hennar ósönn. Þessa greiningu á aðgangstengslum velja menn senni-
lega oftast af því að hún er einföld og þægileg sem viðmið.22 En fleiri leiðir
eru til að túlka aðgengið, t.d. hefur verið stungið upp á að gengt sé milli
tveggja heima ef í þeim gilda sömu náttúrulögmál eða ef í þeim eru sömu
hlutir og persónur eða það sem kalla mætti sérstaklinga (e. individuals).23
Hverjum hugsanlegum heimi heyrir sem sé til, ákveðinn hópur sér-
staklinga sem kallaður hefur verið umdæmi (e. domain) hans.24 Umdæmi
tveggja hugsanlegra heima kann að hluta til að vera hið sama enda þótt
í öðrum séu t.d. fleiri hlutir en færri persónur. Þess utan eru sérstakling-
arnir auðvitað gæddir ákveðnum eiginleikum, sem kunna að raðast saman
á ólíka vegu í mismunandi hugsanlegum heimum. Þyki mönnum tilgerð-
og Boston: Faber and Faber, 1968. Aðalsteinn Eyþórsson hefur hins vegar stungið
upp á í samtali við mig að possible worlds sé þýtt sem hindurheimar og tekur þá mið
af skýringu Peters Foote á orðinu hindurvitni. Foote telur að hindurvitni hafi
upphaflega verið kvenkynsorð, sbr. forvitni og hafi verið notað um hulda þekk-
ingu. Hann lítur svo á að merkingarlega sé hindur skylt orðinu hintar ,handan‘ á
gotnesku og hinder ,aftari‘ á ensku, sjá, Biskupasögur, Íslenzk fornrit XV, ritstj. Jónas
Kristjánsson, útg. Sigurgeir Steingrímsson, Ólafur Halldórsson og Peter Foote,
Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 2003, bls. 209, nmgr 4.
21 Sjá Marie-Laure Ryan, „From Parallel Universes to Possible Worlds: Ontological
Pluralism in Physics, Narratology, and Narrative“, bls. 633–674, hér bls. 644–
645.
22 Sjá sama rit, bls. 645.
23 Marie-Laure Ryan hefur víða nefnt þessa kosti og aðra, sjá t.d. Possible Worlds,
Artificial Intelligence, and Narrative Theory, Bloomington og Indianapolis: Indiana
University Press, 1991, bls. 31–47; „Possible worlds and Accessibility relations: A
Semantic Typology of Fiction“, Poetics Today 3/1991, bls. 553–576, hér bls 558–559
og „From Parallel Universes to Possible Worlds: Ontological Pluralism in Physics,
Narratology, and Narrative“, bls. 645–646. – Tekið skal fram að orðið sérstaklingur
sem þýðing á „individuals“ í heimspeki er tekið að tillögu Aðalsteins Eyþórssonar
frá Jóni Ólafssyni úr Grunnavík sem notar það sem þýðingu á Individ.
24 Um „sérstaklinga“ og „umdæmi“ sjá t.d. Alvin Plantinga, „Actualism and Possible
Worlds“, Teoria 1–3/1976, bls. 139–160, hér bls. 139–140.
beRglJÓt soffía KRistJÁnsdÓttiR