Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 215
214
Áformin miklu eða „grunnurinn“ halda áfram að þenjast út m.a. vegna þess
að um leið er skipulagt í nálægri sveit það „stóra stökk“ í sovéskri mann-
félagsverkfræði að smala bændum í samyrkjubú með góðu og þó aðallega
illu – öll sú framkvæmd er í lýsingu Platonovs bæði grimm og heimskuleg.
Enginn rússneskur höfundur hefur beitt jafn útsmognu hugviti og hann
við að virkja tungumálið til að sýna þann fáránleika sem árekstrar útópískra
hugsjóna og veruleika samtímans geta skapað. En illa melt og misskilin
pólitísk vígorð, afvegaleidd hugtök, hástemmd orðræða, inntaki svipt fylgja
hinum mörgu persónum sögunnar æ lengra inn í söguleg stórslys.
Freistingar staðleysunnar góðu og svo dystópíunnar herjuðu við sovéskar
aðstæður grimmt á hvern rithöfund. Viðbrögð hvers og eins réðu úrslitum
um velgengni hans eða útskúfun í sovésku samfélagi – og líka um það hve
lífvænleg verk þeirra reyndust síðar meir í heimi bókmenntanna. Það er
sérlega fróðlegt að skoða dæmi um það hvernig útópískar vonir og dystóp-
ískur ótti eins og vega salt í einum og sama manni. Eins og raun varð á í
verkum skáldsins Vladimirs Majakovskís.
Majakovskí var höfuðskáld rússneska fútúrismans, en skáld þeirr-
ar stefnu litu gjarnan svo á að þeir væru sjálfsagðir liðsmenn byltingar
bolshevika sem þeir töldu með ýmsu móti hliðstæðu við viðleitni þeirra
sjálfra til að kveða niður ljóðlist fyrri tíma og skapa nýja. Majakovskí gerð-
ist umsvifalaust og án fyrirvara áróðursskáld byltingarinnar. Hann samdi
ekki aðeins herhvatningarljóð í borgarastríði og níð um innlenda sem
erlenda óvini bolshevika. Hann vildi virkja orðsins mátt til að berjast fyr-
ir „réttri“ framvindu samfélagsins, fyrir því að til verði ný menning og
siðgæði í þeirri „öreigakommúnu“ sem verður laus við yfirstéttir, trúar-
brögð og smáborgaraskap. Hann gerði einmitt „obyvatel“ (smáborgarann,
þá sérgóðu og þröngsýnu smásál) að sínum höfuð óvini og þreyttist ekki á
að rista níð skriffinnum, lýðskrumurum, dragbítum, kjaftöskum, framapot-
urum og höfðingjasleikjum sem hann taldi spilla fyrir fagurri framtíð og
hristi skaðsemd þeirra saman við allskonar hefðbundna lesti: drykkjuskap,
smekkleysi, væmni í tilfinningalífi, hjátrú, fáfræði, grægði, eigin girni. Þeg-
ar fram líður er eins og þreyta færist yfir baráttuskáldið – obyvatel, sá
aumi smáborgari og sérhyggjubaslari virðist ótrúlega lífseigt kvikindi og
bregður sér sífellt í nýjan ham í nýju þjóðfélagi. Kannski verður það eitur
sem frá slíkri manntegund stafar allri viðleitni til að skapa góða framtíð
yfirsterkari?
Um þetta er meðal annars spurt í leikriti eftir Majakovskí sem sá dagsins
ÁRni beRgMann