Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 164
163
VÍTT UM HEIMA
ú T D R Á T T U R
Vítt um heima
Merking, veruleiki og skáldskapur
Í greininni er einkum fjallað um skáldaða heima og tengsl lesenda við þá. Fyrst er þó
drepið á ólíkar hugmyndir um merkingu og áhersla lögð á að tilvísunarrammi hugs-
ana mannsins er ekki aðeins veruleikinn utan mannslíkamans heldur mannslíkaminn
sjálfur. Því næst er vikið að skrifum um lesendur sem þátttakendur í þykjustuleik,
ferðalanga sem fluttir eru í aðra heima eða einfaldlega menn sem „lifa sig inn í“
annan heim. Rakin eru undirstöðuatriði hugmyndarinnar um hugsanlega heima sem
fram kom sem nýtilegt tæki í háttarökfræði á sjöunda áratug 20. aldar; sagt frá nýrri
kenningum um þá – sem teljast mega einkar gagnlegar við greiningu frásagna – og
dæmi tekin af íslenskum bókmenntum. Þá er kenningin um textaheima, sem rakin
er til Pauls Werth kynnt. Sérstaklega er rætt um útfærslu Elenu Semino á slíkum
heimum en hún hefur tengt þá skemakenningum sem einnig eru gerð nokkur skil.
Loks er ljóð Sigurbjargar Þrastardóttur ÍHUGA greint með hliðsjón af kenningum
Semino og þar með dregið fram hverju skiptir að tekið sé mið af mannshuganum
ekki síður en textanum þegar hugað er að skáldskap.
Lykilorð: merking, lesendur, skáldaðir heimar, hugsanlegir heimar, textaheimar,
skemu
A B S T R A C T
Within various worlds:
Meaning, reality, fiction – fictive worlds
The article deals with fictional worlds and their readers. At the beginning the con-
cept of “meaning” is shortly discussed and emphasised that the reference frame of
human thoughts is not only the reality outside the body but also the body itself.
Then the article turns to writings about readers as participants in a game of make-
believe; as travellers transported to other worlds; or simply men and women im-
mersed in fictional worlds. The basics of possible worlds theory – which became a
useful tool in modal logic in the 1960s – are recalled; newer useful ideas about them
are mentioned and examples taken from Icelandic literature. Theories about text
worlds – cf. Paul Werth – are introduced with a special attention to the writings of
Elena Semino, who has integrated the notion of schemas into the text world theory.
Finally a poem by Sigurbjörg Þrastardóttir, ÍHUGA, is analysed in the light of Sem-
ino’s ideas, to show how important it is when analysing texts not to ignore the role
of the human mind/body in the overall meaning of literature.
Keywords: meaning, readers, fictional worlds, possible worlds, textworlds, schemas