Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 100
99
auðvitað í beint samhengi við byltinguna og taldi þetta skref hafa sýnt og
sannað „yfirburði þess þjóðfélags sem á fjörutíu árum hefur lyft þjóðum
þeirra úr algerri eymd og niðurlægingu í æðsta sess vísinda og menn-
ingar.“40 Bandaríkjamönnum brá mjög í brún við þessi tíðindi og hófu að
efast um gæði vísinda- og tæknimenntunar þar í landi enda var þetta afrek
Sovétmanna réttilega túlkað þeim í hag í áróðursstríðinu sem átti sér stað
milli stórveldanna á þessum tíma.
Pavel Ermoshin, sovéski sendiherrann á Íslandi, mat það svo að
þessi sönnun á tæknilegum yfirburðum Sovétmanna hefði orðið til þess
„skapa hagstæð skilyrði fyrir hátíðahöldin í tilefni 40 ára afmælis októ-
berbyltingarinnar“ og hefði „grafið undan þeim grundvallarþætti í áróðri
Bandaríkjamanna á Íslandi, sem byggðist á ímynduðum yfirburðum
bandarískrar tækni og vísinda.“41 Tímasetning Spútnik ævintýrisins var
auðvitað engin tilviljun og sérstaklega Spútnik II, er fór út í geiminn hinn
3. nóvember 1957 með hundinn Laiku innanborðs, var tímasett þannig
að hægt væri að setja þessi tækniundur í beint samhengi við afrek bylting-
arinnar á fjörutíu ára afmælinu.42 Á Khrúsjov tímanum fengu útópískar
framtíðarhugsjónir sósíalista nýja vængi í tæknilegum sigrum, sérstaklega
í geimvísindum. Svo mikil var bjartsýnin að því var jafnvel haldið fram að
með áframhaldandi velgengni Sovétríkjanna myndu „Rússar auðveldlega
geta haldið hátíðlegt hálfrar aldar afmæli byltingarinnar á tunglinu.“43
Þjóðviljinn gerði sér mikinn mat úr þessum afrekum í kaldastríðs-
áróðri sínum og var vísað til þeirra dag eftir dag á forsíðu blaðsins. Hinn
University of Pittsburgh Press, 2011) og Eva Maurer, Julia Richers, Monica
Rüthers og Carmen Scheide, ritstjórar, Soviet Space Culture: Cosmic Enthusiasm in
Socialist Societies (New York: Palgrave Macmillan, 2011).
40 Þjóðviljinn 5. okt 1957, bls. 1.
41 GARF, f. 5283, op. 20. d. 87, ll. bls. 172–179. „Prazdnovanie 40-i godovshchiny
Velikoi Oktiabr‘skoi Sotsialisticheskoi Revoliutsii v Islandii. Kratkaia spravka.“
Skýrsla frá V. Moshkov, fyrsta ritara í sendiráði Sovétríkjanna í Reykjavík um
hátíðahöld í tilefni 40 ára byltingarafmælisins á Íslandi.
42 Roger D. Lanius, John M. Logsdon, Robert W. Smith, ritstjórar, Reconsidering
Sputnik: Forty Years Since the Soviet Satellite (London: Routledge, 2000), bls. 86. Um
hundinn Laiku sjá grein Amy Nelson „Cold War Celebrity and the Courageous
Canine Scout: The Life and Times of the Soviet Space Dogs,“ í Into the Cosmos,
bls. 133–55 og líka grein hennar, „The Legacy of Laika: Celebrity, Sacrifice and
the Soviet Space Dogs,“ í Beastly Natures: Human-Animal Relations at the Crossroads
of Cultural and Environmental History, ritstj. Dorothee Brantz (Charlottesville:
University of Virginia Press, 2010), bls. 204–24. Sjá líka hér forsíðu Þjóðviljans
hinn 5. nóvember 1957.
43 Morgunblaðið 6. nóvember 1957, bls. 1.
„LÍTILMAGNANS MORGUNROðI?“