Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 51
50
allan heim. Þar tvinnuðust saman þverþjóðlegar sósíalískar, anarkískar og
marxískar hugmyndir og framkvæmd annars vegar, en hefðir sem áttu sér
rætur í rússneska keisaradæminu hins vegar. Við þetta blönduðust svo þær
hugmyndir, hefðir og aðstæður sem fyrir voru á viðtökustaðnum. Áhrifin
gátu því í stuttu máli verið margvísleg og segja má að á hverjum stað fyrir
sig hafi orðið til einstakur sambræðingur.
Það er þessi sambræðsla menningarheima sem er til skoðunar hér,
þ.e.a.s. gagnvirk áhrif rússnesku byltingarinnar og þverþjóðlegrar komm-
únistahreyfingar annars vegar en íslenskrar stjórnmálamenningar hins
vegar. Hvernig bárust áhrif rússnesku byltingarinnar til Íslands, að hvaða
marki var jarðvegur á Íslandi fyrir þær hugmyndir og baráttuaðferðir sem
hún fól í sér, og hvernig tvinnuðust þær saman við það sem fyrir var á
Íslandi?
Innflutningur byltingarinnar
Sagan af því hvernig bolsévisminn barst fyrst til Íslands er að mörgu leyti
táknræn. Vorið 1919, nokkru áður en Morgunblaðið bar fram þá ósk að
einangrun Íslands yrði til þess að landið slyppi við áhrif rússnesku bylting-
arinnar, var sagt frá því í Dagsbrún, málgagni Alþýðuflokksins, að bolséviki
hefði stigið um borð í Botníu áður en hún lagði af stað frá Kaupmannahöfn
Sagt var að engin frétt hefði vakið jafn mikla eftirtekt á Íslandi. Margir
hefðu fyllst kvíða, þar á meðal „frúin“ sem hitti vinkonu sína á pósthús-
inu og bað „guð að hjálpa sér ef“ bolsévikarnir kæmu, því þeir væru vísir
til þess að láta manninn sinn moka flór, en „setjast svo sjálfir inn á skrif-
stofu!“.10 Í byrjun maí birtist svo kúnstugt viðtal við bolsévikann sem
var sagður kominn til landsins. Samkvæmt Dagsbrún var hér á ferðinni
menntamaður – ungur og íslenskur væntanlega – sem ekki vildi láta nafns
síns getið. Í viðtalinu lýsti hann með tilteknum dæmum hvernig bolsév-
isminn gæti numið land á Íslandi og klykkti svo út með því að bolsévikar
stefndu að blaðaútgáfu á Íslandi enda hefðu þeir fengið loforð um styrk
sem væri væntanlegur með Botníu eða jafnvel eftir öðrum leiðum, kannski
frá Englandi, Spáni eða Ameríku, því alls staðar væru bolsévikar.11
Þau alþjóðlegu tengsl sem bolsévikinn tíundar undirstrika þverþjóð-
legt eðli kommúnistahreyfingarinnar. Eins er það táknrænt að þessi fyrsti
boðberi byltingarinnar er ungur menntamaður. En galgopahátturinn er þó
10 „Klukkan hjá Rússum“, Dagsbrún 5. apríl 1919.
11 „Íslenzkur Bolsivíki“, Dagsbrún 3. maí 1919.
RagnheiðuR KRistJÁnsdÓttiR