Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 198
197
Feilan
Góða frú Ölöf mín, þér verðið að skilja að blygðun má ekki
gánga úr hófi, blygðun verður að vera innan skynsamlegra tak-
markana.
[…]
Mr. Peacock
Við erum vanir að færa þær úr.
Feilan
Skiljð þér ekki góða frú, að maður má ekki vera tyrta – allra síst
á leiksviði.99
Þegar Ísa kemur aðvífandi stuttu síðar fer vel á með henni og Peacock.
„Sérðu Lóa! Ef þú elskar hann, þá skapar hann úr þér það sem hann vill.
Ég elskaði hann og hann skapaði mig.“100 Án hans hefði hún aldrei „kom-
ist upp í hríngekjuna frægu“, eins og hún orðar það sjálf, en í hríngekju
þessa vilja fleiri komast, til dæmis Lóa sem getur ekki hugsað sér að missa
af tækifærunum sem Peacock býður upp á og rekkjar því að lokum hjá
honum.101
Fyrirgefning verðskulduð eða óumbeðin
Lóa „glatar heiðri“ sínum skömmu áður en fréttirnar af dauða sonar henn-
ar berast en ímynda má sér að aðrar syndir blikni í samanburði við það að
hún fór frá barni sínu og sveik þannig eigið eðli, kvenleikann, eiginmann
og fjölskyldu; þegar barnið svo andast bætast framtíðin og samfélagið í
heild við listann, líkt og Peter Hallberg bendir á. Hún „strauk“ og það
hefur oft hlakkað í ummælendum þegar þeir lýsa afdrifum hennar líkt og
þar hafi hún hlotið makleg málagjöld. Að áhorfendum og lesendum sé
ekki ætlað að syrgja glatað sakleysi söguhetju Silfurtúnglsins er hins vegar
lesháttur sem ekki hefur verið áberandi. Lítið hefur með öðrum orðum
farið fyrir þeim túlkunarmöguleika að ofsafenginn harmur og þjáning Lóu
undir lokin sé ekki refsing fyrir lauslæti og skort á móðureðli, heldur sé
eitthvað annað á ferðinni.
Ef reynt væri að útfæra slíka túlkun mætti til dæmis benda á að auðvitað
sýni leikritið Peacock og menningariðnaðinn misnota og kúga Lóu – en
að málið snúist þó ekki einvörðungu um það. Jafnframt mætti velta þeirri
99 Sama rit, bls. 119–120.
100 Sama rit, bls. 124.
101 Sama rit, bls. 125.
„TUNGLIð, TUNGLIð TAKTU MIG“