Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 53
52
hreyfingu Komintern í Moskvu sem aftur veitti Íslendingunum aðgang að
tengslaneti sem teygði sig um allan heim.17 Umfang og mikilvægi þessara
tengsla má meðal annars ráða af bréfasöfnum íslenskra kommúnista.18
Flestir þeir sem kynntu rússnesku byltinguna og kommúnískar hug-
myndir fyrir Íslendingum voru karlar sem höfðu dvalið í Danmörku og
Þýskalandi. Auk þeirra sem þegar er getið má nefna þá Einar Olgeirsson,
Sigfried Hauk Björnsson og Stefán Pjetursson, sem skrifaði ítarlega og
lofsamlega lýsingu á byltingunni sem kom út á bók árið 1921.19 En í þess-
um hópi voru líka nokkrar konur sem höfðu verið við nám eða störf á
Norðurlöndum og í Þýskalandi. Til dæmis Dýrleif Árnadóttir, Elísabet
Eiríksdóttir og Ingibjörg Steinsdóttir. Flest fékk þetta fólk tækifæri til að
fara til Sovétríkjanna – annað hvort sem gestir eða sem nemendur í flokks-
skóla á vegum Komintern. Þegar heim var komið miðluðu þau svo hug-
myndum sínum um byltinguna með margs konar útgáfustarfsemi, fræðslu-
fyrirlestrum og fundahöldum, sem og með skipulegum bréfaskriftum til
þeirra sem þeir vonuðust til að fá til fylgis við kommúnismann.20 Á það
jafnt við um konurnar og karlana, þótt vissulega hafi þeir verið aðsóps-
meiri en þær.21
17 Þessi þróun hefur verið rakin víða, en ítarlegasta umfjöllunin, sem auk þess byggir
að stofninum til á frumgögnum úr skjalasafni Komintern í Moskvu, er Jón Ólafsson,
Kæru félagar. Íslenskir sósíalistar og Sovétríkin, (Reykjavík: Mál og menning, 1999).
18 Sjá þar helst bréfasöfn Stefáns Pjeturssonar, Einars Olgeirssonar, Brynjólfs Bjarna-
sonar og Kristins E. Andréssonar sem varðveitt eru í handritasafni Landsbókasafns
Íslands-Háskólabókasafns (Lbs.).
19 Stefán Pjetursson, Byltingin í Rússlandi, (Reykjavík: Nokkrir menn í Reykjavík,
1921).
20 Þetta var mjög umfangsmikið og skipulagt starf. Ég læt hér nægja að benda annars
vegar á útgáfu tímaritsins Réttar undir ritstjórn Einars Olgeirssonar (frá árinu 1926)
en hins vegar á áðurnefnd bréfasöfn Einars, Brynjólfs og Stefáns sem varðveitt eru
í handritasafni Landsbókasafns-Háskólabókasafns (Lbs.). Þessi bréfasöfn (og fleiri
vitaskuld) sýna hversu mikið kapp þeir lögðu bæði á útbreiðslustarfið og eins á að
ræða við sem flesta um mikilvægi kommúnismans.
21 Þáttur kvennanna hefur lítið verið rannsakaður og því er sérstök ástæða til að
benda á skrif um þær Ingibjörgu Steinsdóttur og Þóru Vigfúsdóttur. Sjá: Ingibjörg
Sigurðardóttir, „Á eigin vegum. Um sjálfmyndasköpun leikkonu. Ingibjörg Steins-
dóttir (1903-1965)“, Margar myndir Ömmu. Konur og mótun íslensks samfélags á 20.
öld, Fléttur IV, ritstj. Irma Erlingsdóttir o.fl., (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2016),
bls. 189–213; Ingibjörg Sigurðardóttir og Páll Björnsson, „Hjónaband í flokks-
böndum. Pólitísk þátttaka Ingibjargar Steinsdóttur og Ingólfs Jónssonar á árunum
milli stríða“, Saga 54:2/2016, bls. 55–102; Rósa Magnúsdóttir, „Þóra, Kristinn og
kommúnisminn. Hugleiðingar um ævisögu í smíðum“, Skírnir 187:1/2013, bls.
116–140; og auk þess BA-ritgerð Rakelar Adolphsdóttur, „Nýjar konur. Kvenrétt-
RagnheiðuR KRistJÁnsdÓttiR