Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 72
71
marxisma. Pólitísk umræða fór að snúast um lögmálin um þróun sam-
félagsins og hætti að vera „leikur og fálm“, svo vísað sé til orða Brynjólfs
Bjarnasonar sem vitnað var til hér í upphafi.
Hvað er söguskoðun?
Ætla mætti að það væru augljós sannindi að viðhorf fólks til fortíðarinnar,
hvers eðlis sem þau annars eru, mótuðust af tiltekinni söguskoðun. Umræða
um mismunandi söguskoðun fór þó varla fram á skipulegum nótum fyrr en
um 1400 þegar Norður-Afríkumaðurinn Ibn Khaldun setti fyrstur fram
hugmyndir um skipulega þróun mannlegra samfélaga.3 Á Vesturlöndum
komu hugmyndir af þessu tagi upphaflega fram í ritum Ítalans Giambattista
Vico í upphafi 18. aldar, í verkinu Principi di Scienza Nuova (1725).4 Bæði
Ibn Khaldun og Vico gerðu ráð fyrir að samfélög manna þróuðust í endur-
teknu ferli vaxtar og hnignunar. Upplýsingarmaðurinn Georg Wilhelm
Friedrich Hegel tefldi hins vegar fram hugmyndum um framþróun mann-
kynssögunnar. Þó gerði hann ráð fyrir hringlaga ferli þar sem andstæð-
ar hugmyndir tækjust á uns þær leiddu til nýrrar samfellu (þ. synthesis).5
Hegel hafði einkum áhuga á sögu hugmynda og leit raunar svo á að þróun
mannkyns snerist fyrst og fremst um átök þeirra.
Karl Marx var undir áhrifum frá Hegel og heimspeki hans en hafn-
aði þó hughyggju Hegels og tefldi þess í stað fram hinni efnislegu sögu-
skoðun sem hann taldi í betra samræmi við þróun náttúruvísinda á hans
tíma, ekki síst hugmyndir Charles Darwins um uppruna tegundanna. Árið
1859 komu út bæði höfuðrit Darwins, Um uppruna tegundanna (e. On the
Origin of Species), og eitt af mikilvægustu ritum Marx, Drög að gagnrýni á
þjóðhagfræði (Zur Kritik der Politischen Ökonomie), þar sem hann skilgrein-
ir hugmyndir sínar um framþróun mannlegra samfélaga.
Í formálsorðum verksins kynnir Marx í stuttu máli þær almennu nið-
urstöður sem hann hafði komist að um þróun samfélaga og taldi grundvöll
frekari rannsókna. Þær voru svohljóðandi:
3 Sjá t.d. Muhsin Mahdi, Ibn Khald’n’s Philosophy of History: a Study in the Philosophic
Foundation of the Science of Culture (London: George Allen and Unwin,1957); Aziz
al-Azmeh, Ibn Khaldūn: an Essay in Reinterpretation (London: Frank Cass, 1982).
4 Sjá t.d. Donald Phillip Verene, Vico’s Science of Imagination (Ithaca, N.Y. & London:
Cornell University Press, 1981); Cecilia Miller, Giambattista Vico. Imagination and
Historical Knowledge (New York: St. Martin’s Press, 1993).
5 Sjá t.d. Ermanno Bencivenga, Hegel’s Dialectical Logic (New York: Oxford University
Press, 2000); Hegel and History, ritstj. Will Dudley (New York: SUNY Press,
2009).
NÝIR SÖGUÞRÆðIR