Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 116
115
Þegar skeytið barst ákvað Einar að hopa. Í maílok eða í fyrri hluta júní
var hann kominn til Kaupmannahafnar og hitti þar Philip Dengel. Í sam-
tali þeirra þar viðurkenndi Einar að hafa haft rangt fyrir sér í deilunni um
skilgreiningu á krötunum og staðfesti þau orð í einkabréfi er hann ritaði
Dengel 21. júní á sama sumri. Í því bréfi tekur hann líka fram að ekki þurfi
að óttast klofning í flokknum og hefur þá án efa verið staðráðinn í að starfa
áfram innan hans hvað svo sem kynni að verða um Stefán.10
Fyrir alþingiskosningarnar í júlímánuði 1933 höfðu þeir Stefán
Pjetursson og Haukur S. Björnsson verið með hugmyndir um vissa sam-
vinnu við Alþýðuflokkinn í þeim, m.a. á þann veg að Kommúnistaflokkurinn
byði ekki fram í Hafnarfirði gegn því að Alþýðuflokkurinn léti vera að
bjóða fram á Akureyri. Við umræður um málið í miðstjórn flokksins mun
Einar hafa lýst sig andvígan tillögu Stefáns og Hauks en látið þau orð falla
að fræðilega séð væri slíkt kosningabandalag hugsanlegt, enda þótt af því
gæti ekki orðið við núverandi aðstæður. Þessi ummæli Einars um „fræði-
legan möguleika“ á samstarfi urðu á næstu vikum og mánuðum eitt helsta
ásökunarefnið á hendur honum og talið skýrt dæmi um sáttfýsi hans við
tækifærisstefnuna.11
Ársæll Sigurðsson, sem verið hafði um skeið við nám í Þýskalandi á
sama tíma og þeir Einar og Brynjólfur, var lengi sérstakur trúnaðarmaður
Komintern innan Kommúnistaflokks Íslands. Í samtali hans við Philip
Dengel 14. september 1933 rakti Ársæll meðal annars ýmsar pólitískar
ávirðingar Einars, svo sem þær að hafa boðað í einni ritgerð að verkalýðs-
stéttin ætti að beita samvinnufélögum til að koma sér upp eigin stöðvum
innan kapítalismans og í annarri ritgerð að þingræðisleg leið til sósíalisma
væri hugsanleg á Íslandi. Ársæll nefndi þó ekki nafn Einars, sagði bara að
svona hefði verið skrifað, en Dengel var fljótur að átta sig og spurði: Hver
skrifaði þetta – var það „Olgason“, sem auðvitað reyndist vera rétt. Í sama
samtali við Dengel lætur Ársæll þess getið að „kratíski arfurinn“ setji enn
sterkan svip á starf íslenska flokksins og bolsévisering hans sé enn á byrj-
unarstigi.12
intern; RGASPI 495 177 21, bls. 11. Símskeyti Philips Dengel 21.5.1933 til Komm-
únistaflokks Íslands; RGASPI 495 31 117, bls. 35–46. Bréf Norðurlandaskrifstofu
Komintern 22.6.1933 til Kommúnistaflokks Íslands.
10 RGASPI 495 177, bls. 12. Bréf Einars Olgeirssonar 21.6.1933 til Philips Dengel.
11 RGASPI 495 177 21, bls. 24. Bréf Hjalta Árnasonar 22.8. 1933 til Norðurlanda-
skrifstofu Komintern.
12 Sjá hér Einar Olgeirsson „Erindi Bolshevismans til bænda“ Réttur, 15 (1) 1930,
bls. 48–63; RGASPI 495 177 21 bls. 26–37. Skýrsla ónafngreinds flokksmanns úr
BOLSÉVISERING