Saga - 2010, Blaðsíða 20
víðtækt við venjulegar aðstæður, hljóti að vera vissar skorður settar
þegar forsetinn hefur ákveðið að neita að staðfesta lagafrumvarp
sem það hefur samþykkt. ef þingið myndi t.d. fella lögin úr gildi og
samþykkja nýtt frumvarp nákvæmlega eins eða svo til sama efnis
og það sem forseti hefur neitað að staðfesta, má segja að þingið væri
í reynd með slíku framferði að virða ákvörðun forsetans að vettugi.
Hins vegar mælir ýmislegt með því að þingið geti fellt lögin úr gildi
við þessar aðstæður án þess að ganga lengra, m.a. vegna þess að
það hefur átt frumkvæði að setningu laganna og þau hafa ekki
öðlast gildi til frambúðar.
Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við synjun forsetans árið 2004 voru
þau að leggja fyrir Alþingi nýtt fjölmiðlafrumvarp, sem var svo að
segja óbreytt frá hinu fyrra, í stað þess að bera fyrra frumvarpið,
sem þá var reyndar orðið að lögum, undir atkvæði þjóðarinnar.5
Þegar við blasti að þessi fyrirætlun myndi að öllum líkindum leiða til
þráteflis milli þings og forseta og þar með til stjórn skipunar kreppu,
með ófyrir sjáanlegum afleiðingum fyrir þjóðarheill, sá stjórnar-
meirihlutinn á þingi loks að sér. Voru lög nr. 48/2004 felld úr gildi
og þar með horfið frá fyrri ráðagerðum um tak markanir á eignar -
haldi fjölmiðlafyrirtækja.6 Forseti staðfesti síðan frumvarpið, sem
við það varð að lögum nr. 107/2004. Úr því að fyrri lögin höfðu
þannig verið felld úr gildi brast forsenda fyrir því að efnt yrði til
þjóðar atkvæðagreiðslu um þau.
Nýlega hefur forseti öðru sinni neitað að staðfesta lagafrumvarp
sem Alþingi hafði samþykkt. Bar það þetta langa heiti: „Frumvarp
til laga um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa
fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Trygg -
ingar sjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska rík-
inu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá
Landsbanka Íslands hf.“ Þessi lög, sem öðluðust gildi við synjun for-
seta og gjarnan hafa verið nefnd Icesave-lögin önnur, til aðgreining-
ar frá upphaflegu lögunum, nr. 96/2009, voru gefin út sem lög nr.
1/2010. Viðbrögð ríkisstjórnar og Alþingis nú voru önnur en árið
ragnheiður kristjánsdóttir20
5 Alþingistíðindi A 2003–2004, þskj. 1891.
6 Frumvarpi því sem lagt hafði verið fram var breytt þannig í meðförum Alþingis
að felld voru brott úr því öll ákvæði sem gerðu ráð fyrir takmörkunum á eign-
arhaldi fjölmiðlafyrirtækja, en eftir stóð ákvæði um breytingar á skipan
útvarpsréttarnefndar, auk ákvæðisins um brottfall laga nr. 48/2004.
AlþingistíðindiA 2003–2004, þskj. 1895 og 1899.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 20