Saga - 2010, Blaðsíða 126
Þó voru það helst rithöfundarnir sem fengu tækifæri til að ræða
persónulega við Sovétmenn enda lagði Rithöfundasambandið sovéska
mikið upp úr því að eiga samskipti við erlenda starfsfélaga sína. Thor
og Agnar segja frá því að þeir hafi hitt fræga sovéska rithöfunda, þá
Boris Polevoj og Ilja ehrenbúrg, og lögðu íslensku rithöfundarnir sig
eftir því að fá starfsbræður sína til að ræða um samband sitt við stjórn-
völd og valdhafa. Þeir komu kollegum sínum oft í erfiða stöðu með
nærgöngulum spurningum sínum, t.d. um það aðhald sem íslensku
höfundunum fannst rithöfundum bera skylda til að sinna í hverju
samfélagi. Þarna gátu rithöfundarnir fundið höggstað á sovétkerfinu
sem þeir gátu svo skrifað um á sannfærandi hátt í krafti starfsgreinar
sinnar. Þannig má greina mun á skrifum Thors og Agnars annars veg-
ar og Rannveigar og Braga hins vegar. Hin síðarnefndu voru einnig
hluti sendinefnda en fengu ekki eins góð tækifæri til að ræða á
gagnrýninn hátt við Sovétmenn og rithöfundarnir.
Höfundarnir þekktu misvel til í Sovétríkjunum en þeir yngri
sóttu oft upplýsingar í eldri ferðalýsingar enda höfðu þær, sérstak-
lega bækur Halldórs og Þórbergs, fengið mikla umfjöllun á Íslandi
og allir ferðalangar til Sovétríkjanna, sama hvar þeir stóðu í stjórn-
málum, þekktu þær og efni þeirra. Ferðabækurnar voru einnig vin-
sælt afþreyingarefni. Þannig las Rannveig Tómasdóttir úr ferðabók-
um sínum í útvarpið og flutti erindi með skuggamyndum á kven-
félagsfundum.53 Hún var mjög þekkt á sínum tíma fyrir erindi um
ferðalög, sem hún hélt reglulega í útvarpi og víðs vegar um landið,
og var árið 1961 lýst sem einum vinsælasta fyrirlesara landsins og
„öllum útvarpshlustendum … sérstaklega kunn“.54
ekki hefur það dregið úr áhuga á sovétferðalýsingum að margir
íslenskir rithöfundar skrifuðu slíkar bækur og ferðabækurnar hafa
þannig einnig náð til lesenda sem áhuga höfðu á höfundarverki
þeirra. Vinsældir ferðabóka eiga þó einnig aðrar skýringar. Þegar
Thor Vilhjálmsson var spurður að því í viðtali árið 1967 hvort ekki
rósa magnúsdóttir126
53 Alþýðublaðið 30. október 1960, bls. 14, og Vísir 4. desember 1970, bls. 10. Hún las
t.d. úr bókinni Lönd í ljósaskiptunum í útvarpið árið 1972. Vísir 11. ágúst 1972.
54 Verkamaðurinn 3. mars 1961, bls. 2. Þá kemur einnig fram í fjölmiðlum að hún
hafi haldið fyrirlestra í útvarpi árið 1957 og gert mikla lukku. Bæjarpósturinn í
Þjóðviljanum svaraði t.d. fyrirspurn frá koli utan af landi, sem var einkar hrif-
inn af Rannveigu og erindum hennar en vildi fá frekari upplýsingar um kon-
una að baki fyrirlestrunum. Bæjarpósturinn svaraði því að hún væri víðförul
og nyti mikilla vinsælda sem fyrirlesari þar sem hún fjallaði um ferðir sínar um
heiminn. Þjóðviljinn 22. maí 1957, bls. 4.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 126