Saga - 2010, Blaðsíða 103
Þessi skilgreining á vissulega vel við um íslenskar sovétlýsingar
eins og þekkt er og Árni Sigurjónsson bókmenntafræðingur hefur
fjallað um á sannfærandi hátt. en er hægt að flokka sovét-
ferðalýsingar sem ferðabækur? Árni hefur haldið því fram að sovét -
ferðalýsingarnar hafi orðið „svo miklar að umfangi að þar var eigin -
lega um nýja bókmenntagrein að ræða“.18 Halldór Guðmundsson
bókmenntafræðingur er sama sinnis19 og titlar þeirra höfunda sem
vísað er til í upphafi, þeirra Sylviu Marguelis og Pauls Hollander,
gefa einnig til kynna að eðli ferðanna, og þar af leiðandi bókanna
sem skrifaðar voru um þær, hafi verið einstakt. ef leitað er aftur í
flokkun Sigurðar Gylfa má færa sterk rök fyrir því að skilgreining á
sovétferðalýsingum sé flóknari en gerist í almennum ferðabókum
þar sem sovétlýsingarnar skarist að auki við flokk áróðursrita,
stundum uppgjörsrit og jafnvel pólitískt sjálfssögurit þar sem ætl-
unin er að útskýra eða gagnrýna tiltekna hugmynda fræði, í þessu
tilfelli kommúnisma.20
Íslenskar sovétlýsingar eru engu að síður meira en bara heim-
ildir um stjórnmálaskoðanir einstaklinga og helstu deiluefni og
umræður samtímans því þær varpa ljósi á það hvernig þekking á
Sovétríkjunum myndaðist og þróaðist á Íslandi. Miðað við magn og
umfang ferðalýsinga í blöðum, tímaritum og bókum má færa sterk
rök fyrir því að lýsingar sjónarvotta þóttu áhugaverð heimild um
áfangastaðinn, og þótt erfitt sé að segja til um viðtökurnar má ráða
ýmislegt af því mikla plássi sem ferðalýsingarnar fengu í útgefnu
efni. einnig er óhætt að segja að ferðalýsingarnar voru umdeildar og
lifðu margar í hugmyndafræðilegri umræðu um árabil — og jafnvel
fram á þennan dag eins og ljóst má vera af áhuga og umræðum um
t.d. samband Halldórs Laxness við Sovétríkin og kommúnismann.
Þannig hafa íslensku sovétlýsingarnar hingað til nær eingöngu
verið notaðar sem heimildir um stjórnmálaskoðanir og áróðursvilja
höfunda og ekki hefur verið gerð tilraun til að lesa sovétlýsingarn-
ar sem hefðbundnar ferðalýsingar þótt þær eigi margt sameiginlegt
með þeim, eins og t.d. litríkar lýsingar á mannlífi og almennum
staðháttum. Íslenskar ferðabækur og höfundar sem skrifuðu sovét-
ferðalýsingar eftir andlát Stalíns hafa fengið litla sem enga athygli
„ekkert venjulegt skemmtiferðalag“ 103
18 Árni Sigurjónsson, „Sovétferðalýsingar millistríðsáranna“, Framvegis 1 (1984),
bls. 5–31, hér bls. 5.
19 Sjá Halldór Guðmundsson, Halldór Laxness: ævisaga (Reykjavík: JPV útgáfa
2004), bls. 315.
20 Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar, bls. 134.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 103