Saga - 2010, Blaðsíða 211
vegna birtir hann litlar ættartöflur til skýringar. Á fyrstu 200 síðunum eða
svo eru allt að 40 svona töflur. Höfundi er þannig mikil alvara með að opna
lesendum heim Sturlungu.
Höfundur kýs að rekja sögu Snorra í tímaröð en til marks um magn
baksviðsefnis er það að eiginleg saga Snorra hefst ekki fyrr á bls. 77, þar sem
segir frá giftingu hans og Herdísar Bersadóttur árið 1199. Þá var Snorri tvítug-
ur eða þar um bil og fram að þessum atburði er afar fátt vitað um ævi hans.
Ég þykist þekkja Sturlungu nokkuð vel og mér reynist ekki alls kostar
auðvelt að meta það hvort svona mikil ættfræði, baksviðsefni og aldar-
farslýsing, muni vera líklegt til að falla í geð þeim sem lítið vita um um -
rædda sögu eða vekja áhuga þeirra. Það er þó auðsætt að ættartöflurnar
hjálpa mikið og stíll Óskars er lipur og þægilegur. Ég get a.m.k. fullyrt að
þeir sem voru forvitnir fyrir fá þarna ágætis leiðsögn.
Óskari er þannig umhugað um að fræða lesendur sína en bókin er ekki
fræðirit í venjulegum skilningi. Það merkir m.a. að höfundur spyr ekki rann-
sóknarspurninga, hann rekur ekki sögu rannsókna, reynir ekki að skýra
fræðileg álitamál eða taka afstöðu til þeirra, lýsir ekki stöðu rannsókna eða
hvert þær stefni og hvaða fræðilega stefnu hann marki verki sínu.
Þetta merkir ekki að höfundur hafi ekki kynnt sér verk fræðimanna, því
fer fjarri. en hann sér sig ekki knúinn til að rekja skoðanir þeirra eða taka
afstöðu til þeirra. Stundum er höfundur auðsæilega ósammála um skoð anir
sem teljast ríkjandi meðal fræðimanna en kýs jafnan að ræða það ekki.
Þannig er bókin, hún verður ekki metin sem venjulegt fræðirit.
Höfundi er ljóst að lesendur muni vera forvitnir um persónu Snorra og
hann reynir að lýsa honum en gerir sér fullvel grein fyrir að megin heim -
ildar maður um Snorra, bróðursonur hans, Sturla Þórðarson, var oft ónota-
legur og meinlegur í garð Snorra, eftir því sem best verður séð. Höfundur
nefnir þennan vanda strax í formála sínum, eða prólógus. Sturla dregur ekki
upp skýra mynd af Snorra, lýsingar hans eru brotakenndar, og fræðimenn
hafa því gripið nokkuð til frjálslegrar túlkunar. Spurt hefur verið: Var Snorri
lævís og undirförull, var hann rausnarlegur eða nískur, var hann hégóm-
legur og huglaus, var hann kaldlyndur og síngjarn og vondur börnum sínum?
Var hann ágjarn og fjöllyndur í kvennamálum? Fræðimenn hafa löngum
talið að í Snorra hafi mæst andstæður aldarinnar, annars vegar manndráp,
svik og siðleysi, hins vegar menntir og hámenning í ritum eins og Snorra-
eddu og Heimskringlu. Mönnum hefur virst þetta vera eins konar þversögn
og það hefur verið stef í skrifum margra erlendra fræðimanna um Snorra.
Í seinni tíð hefur ófáum fræðimönnum þótt ráðlegt að leiða hjá sér pers -
ónu Snorra eða eiginleika hans. en höfundur umræddrar bókar hlaut auð -
vitað að takast á við þennan vanda, eiginleika Snorra, í stórri bók sem fjallar
um Snorra frá öllum hliðum. Undir lok bókarinnar dregur höfundur upp
mynd af Snorra og segir m.a. að hann hafi verið ráðalítill klaufi í hernaði og
huglaus en hins vegar brögðóttur í stjórnmálum. Hann hafi átt einhverja sök
á óhamingju barna sinna enda verið sjálfhverfur og síngjarn. Þó sé víst að
ritdómar 211
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 211