Saga - 2010, Blaðsíða 141
Önnur veisla, aðeins íburðarmeiri, var haldin tæplega viku síðar
þegar leiðir þeirra og Morris og Faulkners lágu loksins saman á
Þingvöllum að kvöldi 30. ágúst, og ákváðu hóparnir tveir að síðasti
kvöldverðurinn í sveitinni skyldi vera með glæsibrag.42 Beekman og
Morris sáu um matseldina (grænmetissúpa, silungur og murta og
tómatar í raspi, grænmeti og grjón, rúsínur, koníak, viskí og toddý)
og „fengu þeir miklar þakkir hópsins og síðasta kvöldið endaði með
ótal sögum, toddý- og tedrykkju“ í tjaldi þeirra Howlands og Beek -
mans.43 Matseðillinn er formlega skrifaður upp í dagbókinni með
feitletri og flúri.
Mesta veislan var þó eftir. Þegar Reykjavík sást í fjarska, þann 1.
september, fóru þeir Beekman á stökki á undan lestinni, og fannst
þeim bærinn hafa tekið hamskiptum: „Bærinn var ekki lengur fiski -
þorp á að líta, heldur þó nokkur borg.“44 eftir sex vikna sveitavist
þeirra bauð Reykjavík ferðalöngunum upp á sína bestu borgaralegu
hlið. Þann 3. september var þeim Howland, Beekman, Mandsley-
bræðrum, Faulkner og Morris öllum boðið að vera viðstaddir hjóna-
vígslu í dómkirkjunni og brúðkaupsveislu í Spítalanum (klúbbn -
um) á eftir. Fyrrnefndur skipsfélagi þeirra af „Díönu“, systir Sig -
ríðar, Soffía emilía einarsdóttir Sæmundsen, giftist þar Sigurði
Gunnarssyni guðfræðikandídat (síðar m.a. prófastur á Snæfells -
nesi).45 Í dómkirkjunni var fremsti bekkurinn tekinn frá fyrir hina
„háttvirtu erlendu gesti“ en á bekknum fyrir aftan þá sátu hins veg-
ar í fullum skrúða þeir Pétur Pétursson biskup og Bergur Thorberg
amtmaður ásamt Jóni Sigurðssyni forseta. erlendu gestirnir þekktu
Jón undir eins „enda hékk mynd af honum á hverjum bæ“.46
ferðabók s.s . howlands frá íslandi 1873 141
42 William Morris hættir (því miður) sínum dagbókarskrifum þann 19. ágúst og
lýsir þ.a.l. hvorki Þingvallaveislunni né samveru þeirra allra í Reykjavík á dög-
unum sem á eftir fóru.
43 „A very good and jolly dinner it proved too and a vote of thanks was passed
to the cooks for their skill and attention. Tea and toddy with unlimited stories
in our tent ended up our last night of Icelandic Travel“ (31.8.).
44 „The town seemed completely changed to our eye, a fishing village no longer,
really quite a city“ (1.9.).
45 Sjá Víkverji 1. árg., 29.–30. tbl. 1873–1874, bls. 120.
46 „The Cathedral was full when we arrived at a little after six, but the front row
had been reserved for the ‘distinguished foreigners’. Behind us sat the Bishop,
with his elizabethan ruffle, the Amptmann in uniform and Jón Sigurdssön
[sic.], President of the Althing, the latter of whom we easily recognized as his
picture hangs in almost every bær.“
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 141