Saga - 2010, Blaðsíða 158
breyttist þegar í ljós kom að íslensku blaðamennirnir höfðu síst af
öllu áhuga á einhverju misjöfnu um geimfarana heldur fyrst og
fremst geimferðunum og undirbúningsþjálfuninni og því ævintýri
sem í þessu fólst.46
enginn af blaðamönnunum tengdist geimförunum nánum bönd-
um. Ómar Hafliðason og Tómas Tómasson, sem voru við trússbíl-
inn og eldamennskuna, kynntust þeim mun betur, svo og Vernharð
Sigursteinsson sem ók geimförunum sjálfum.47 Bæði Ómar og Vern -
harð fengu bréf og myndir frá einhverjum úr hópi leiðangursmanna.
Ómar sendi Neil Armstrong stein úr Pálsfjalli og fékk bréf til baka.
Vernharð fékk bréf og myndir frá ljósmyndara leiðangursins.
Í samanburði við hin blöðin gerði Þjóðviljinnmálinu lítil skil þótt
hann léti lesendur sína vita af hingaðkomu og brottför geimfaranna
bæði árin. Hann birti t.d. myndir af þeim við komuna til landsins
196548 og sagði frá því þegar þeir fóru á hestbak og í svifflug meðan
þeir dvöldu hér tveimur árum síðar.49 Vísast hefur ekki þótt ástæða til
að setja fréttir af Bandaríkjamönnum í forgang með því að leggja
stóra hluta blaðsins undir þær í nokkra daga, eins og Morgunblaðið
og Tíminn gerðu.50 Þjóðviljinn birti ýmsar aðrar fréttir af geimferð um,
t.d. því að Sovétmenn hefðu sent á loft „langþyngsta gervitungl sem
farið hefur á loft“.51 einnig sagði blaðið frá viðtali ritstjóra Neista,
eyvinds eiríkssonar, við rússneskan geimfara.52 Þá sagði Þjóðviljinn
talsvert frá Mariner-flaug Bandaríkjamanna sem var á leið til Mars.53
Með þessum fréttum vakti blaðið athygli á því að tunglferðaundir-
búningur Bandaríkjanna var ekki hið eina sem var að gerast í geim-
ferðalögum og 1967 gerði Þjóðviljinn svo grín að för Bjarna Bene -
diktssonar upp í Herðubreiðarlindir með örstuttri frétt, samtals tólf
línum, undir fyrirsögninni „Heitir karlinn í tunglinu Bjarni?“54
ingólfur ásgeir jóhannesson158
46 Viðtal. Höfundur við kára Jónasson, 7. nóvember 2003.
47 Viðtal. Höfundur við Ómar Hafliðason, 24. nóvember 2006, Tómas Tómasson,
27. janúar 2007, og Vernharð Sigursteinsson, 5. desember 2006.
48 Þjóðviljinn 10. júlí 1965, baksíða.
49 Þjóðviljinn 1. júlí 1967, baksíða.
50 Ég hef ekki kannað hvort Þjóðviljinn fór fram á það, eins og hin blöðin, að fá að
senda blaðamann með geimförunum eða hvort blaðið átti yfirleitt kost á því.
51 Þjóðviljinn 18. júlí 1965, forsíða.
52 Þjóðviljinn 16. júlí 1965, baksíða og bls. 2.
53 Sjá t.d. Þjóðviljann 10. júlí 1965, bls. 3, 15. júlí 1965, bls. 3 og 16. júlí 1965, forsíða
og bls. 6–7.
54 Þjóðviljinn 5. júlí 1967, bls. 6.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 158