Saga - 2010, Blaðsíða 213
bókar er vel lesinn og þekkir þessa félagssögulegu sýn, en gerir hana ekki
beinlínis að sinni. en hin félagssögulega sýn hvetur jafnan til varkárni í mati
á persónlegum eigin leikum og dregur úr siðferðilegum dómum; þessi
aðferð hvetur til að menn séu metnir út frá þeirra eigin samtíma og sam-
félagi.
Nokkuð er um atriði sem ég hef ekki séð annars staðar og munu vera
nýjungar. Sumir telja að áhersla í bókinni á mikilvægi kvenna í lífi Snorra sé
nýjung; vissulega er þar nokkurt nýjabrum en reyndar höfðu Jenny Jochens og
Torfi H. Tulinius skrifað um hið sama. Þá segir í bókinni að Snorri hafi ort
kvæðið Noregs konungatal, um forfeður Jóns Loftssonar (bls. 57, 67). Þetta held
ég að sé nýjung. ekki er nefnt að kvæðið er venjulega talið ort um 1190 og þá
hefur Snorri vart verið meira en 12 vetra. kvæðið kann að vera ort nokkru
síðar, en ekki seinna en 1197, þegar Jón lést. Þá telur höfundur að Snorri hafi
staðið í miklum framkvæmdum í Reykholti 1221–24 og það sé skýring þess að
hann sat þá í Stafholti. Þetta er forvitnileg skýring en að vísu er nefnd önnur í
Íslendingasögu fyrir veru Snorra í Stafholti. Auk þess stóð hann í fram-
kvæmdum í Reykholti síðar en samt kann þessi skýring á Stafholts dvölinni að
standast.
Höfundur gerir sér far um að lýsa útliti Snorra, telur að hann muni hafa
neytt matar og drykkjar í óhófi. Hann telur að Snorri hafi verið gigtveikur,
þjáðst af þvagsýrugigt vegna óhófs í lifnaðarháttum, og það skýri áherslu
hans á laugarferðir og böð; hann hafi reynt að lækna sig með heitu vatni og
gufu og m.a. þess vegna sest að í Reykholti (bls. 113, 234). Nú voru laugar-
ferðir að vísu ákveðinn lífsstíll á 13. öld en vera má að baðmenning hafi
verið höfð í meiri hávegum í Reykholti en annars staðar. Þessar hugmyndir
um munaðarlíf og óhóf valda því að höfundur telur að Snorri hafi verið tek-
inn í andliti og hrukkóttur, jafnvel á ungum aldri. Auk þess heldur hann að
Snorri hafi tæplega þótt fallegur maður og hann hafi verið lélegur ræðu -
maður, jafnvel haft mállýti eða málgalla (bls. 390–93). Þetta er byggt á því að
hvergi er getið um glæsilegt útlit hans né ræðusnilld. Ég efast um að nokk-
ur höfundur um Snorra hafi gengið lengra í að reyna að draga upp mynd af
útliti hans og líkamlegum einkennum. Þetta eru skemmtilegar tilgátur en
auðvitað gat Snorri verið sæmilega vel á sig kominn og samsvarað sér þótt
hann væri ekki fegurðarkóngur og líka verið vel máli farinn þótt hann væri
ekki endilega ræðusnillingur eða afburða mælskur.
kenning í umræddri bók sem vakti einna mesta athygli mína er sú að
oddaverjinn Páll biskup Jónsson hafi verið Snorra hjálpsamur og ítrekað
stutt við bakið á honum. Ég man ekki til að neinn hafi sett þetta á oddinn
áður. Höfundur kemur oft að þessu, biskup hafi t.d. hjálpað Snorra að ná
Stafholti (bls. 102) og Reykholti (bls. 143) en ekki mun vera bein stoð fyrir
þessu í heimildum. Höfundur telur að ekki hafi skipt máli þótt Páll hafi
verið u.þ.b. 26 ára þegar Snorri kom tveggja vetra í fóstur í odda, þeir hafi
samt verið nánir. Það er reyndar skoðun höfundar að litið hafi verið á Snorra
sem oddaverja og þeir hafi jafnan stutt hann (t.d. bls. 208). Áður hafa ýmsir
ritdómar 213
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 213