Saga - 2010, Blaðsíða 168
sýnir með öðrum orðum að aðildarflokkurinn hafði tekið sjálfstæða
ákvörðun og, að mati þess sem það ritar, ranga ákvörðun. Þar sem
Florin var nákunnugur íslenskum málefnum og það yfirvald hjá
komintern sem hafði yfirumsjón með þeim, er engin ástæða til að
ætla annað en að mat hans á stöðunni endurspegli mat kominterns
almennt, frekar en að líta beri á hann sem einhverskonar ráðgjafa
eða undirtyllu Dimitrovs.4
Minnisblað Florins, í minni þýðingu, hefst svona:
okkur hefur borist skýrsla um Ísland með Lindenroth. eins og
sjá má í skýrslunni gerir flokkur okkar ráð fyrir því að hægri-
öflin muni óhjákvæmilega kljúfa Sósíaldemókrata. Svo virðist
sem menn berjist ekki gegn klofningspólitík hægrimanna held-
ur líti svo á að hún skapi heppilegar kringumstæður til að
stofna nýjan flokk. Þar sem félagar okkar gera fyrirfram ráð
fyrir klofningi, leiðir af því að þeir hafa ákveðið að sama dag og
flokksþing Sósíaldemókrata hefur verið ákveðið (20. október)
skuli flokksþing okkar flokks haldið, með þeirri ætlun (sem
þeir hafa náð samkomulagi um við vinstrimenn) að gera úr
flokksþingi okkar sameiningarflokksþing með vinstrimönn-
um.5
Hér er fyrst mikilvægt að taka eftir því að Florin kallar bréf einars
skýrslu og orðalag hans sýnir að hann lítur svo á að um sé að ræða
fyrirætlanir sem verði haldið til streitu nema gripið sé inn í atburða -
rásina. Í þessum inngangskafla er ekkert mat á stöðunni að finna,
aðeins lýsingu á þessum staðreyndum. Mat Florins kemur í næsta
kafla, en þar segir hann orðrétt:
jón ólafsson168
4 Það kemur fram í kominternskjali úr fórum Arnórs Hannibalssonar, sem
Hannes Hólmsteinn Gissurarson lét mér góðfúslega í té, hve mikilvægt var að
Florin væri viðstaddur viðræður af hálfu flokksins í höfuðstöðvunum. Í svari
Íslendinga við athugasemdum kominterns sumarið 1936, sem ég fjallaði um í
upphaflegri grein minni, segir: „Hlutirnir ganga hratt fyrir sig á Íslandi og mik-
illa breytinga gæti verið að vænta í sept.-október sem krefjast mikilvægra beinna
viðræðna við ykkur. Við óskum sérstaklega eftir því að F. og M. [Wilhelm Florin
og Heinrich Most] verði viðstaddir þessar viðræður og biðjum ykkur að hafa
það í huga þegar tími þeirra verður ákveðinn“ (RGASPI 495 15 103, bls. 47).
Þetta undirstrikar mikilvægi Florins í samskiptum við Íslendinga.
5 RGASPI 495 177 21. Wilhelm Florin til Georgís Dimitrovs, ágúst 1938. Skjalið er
birt á vefsíðu minni, bæði ljósrit af upprunalegu skjali og uppskrifað:
http://www.jonolafs.bifrost.is/2007/06/02/komintern-gegn-klofningi-
heimildir/.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 168