Saga - 2010, Blaðsíða 32
stjórnarhættir Sveins Björnssonar 1942–1944 staðfest fyrir honum að
varasamt væri að fela innlendum manni algert synjunarvald.20
Hafi varfærnissjónarmið ráðið för hjá Bjarna Benediktssyni 1940,
þegar 22. gr. konungsstjórnarskrárinnar er breytt í 26. gr. lýðveldis-
stjórnarskrárinnar, má spyrja af hverju ekki var beitt „vægari“
úrræðum gagnvart innlendum þjóðhöfðingja; t.d. þeim að forsetinn
væri skyldugur til að undirrita lög frá Alþingi (svo sem venja sagði
til um); hann gæti ekki synjað lögum staðfestingar nema með atbeina
ráðherra og á ábyrgð hans; eða þá að Alþingi tæki afstöðu til málsins
á ný eftir synjun forseta og þá að ný og endanleg sam þykkt laga yrði
jafnvel bundin við aukinn meirihluta á þingi („veto override“)21 —
svo að einhverjar hugsanlegar leiðir séu nefndar.22 Þjóðar atkvæða -
greiðsla verður hins vegar niðurstaðan, án nokkurra frekari skýringa.
Bjarni Benediktsson tók sæti á Alþingi árið 1942. Athyglisvert er að
hann tekur aldrei til máls um stjórnarskrárfrumvarpið innan þings.
Það hefði verið fróðlegt að heyra hann fjalla um ákvæðið um þjóðar-
atkvæðagreiðsluna, um þá hugmynd og rökin fyrir henni.
Um líkt leyti og fyrsta stjórnarskrárfrumvarpið er í smíðum hjá
fjórmenningunum fyrrihluta árs 1940 tekur Bjarni Benediktsson, þá
prófessor, saman kennsluhefti um íslenskan stjórnskipunarrétt.
Umfjöllun hans um aðild konungs að löggjafarvaldinu er stutt, en
athyglisverð: „ef konungur fæst eigi til að staðfesta frv., er ráðherra
öruggast að beiðast lausnar til að firra sig allri ábyrgð á þessari
afstöðu konungs, …“ Alþingi mundi þá væntanlega „neita að styðja
nokkra stjórn fyrr en konungur léti undan, og ef alþingi hefði kjósend-
ur á sínu bandi, mundi konungur naumast fá haldið fast við synjun
sína.“23 Það skiptir sem sagt öllu máli hvar þjóðin stendur.
ragnheiður kristjánsdóttir32
stjóri! – Þessi þráláta skýring á 26. gr. stjórnarskrárinnar lifir þó góðu lífi, sbr.
t.d. fréttaskýringu í Morgunblaðinu 26. maí 2004, bls. 28–29.
20 Bjarni lætur að því liggja í blaðagreinum síðar (sjá endurprentun í Land og
lýðveldi I (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1965), bls. 189) að reiptogið á Al -
þingi 1944 um 26. gr., þ.e. hvort lög öðluðust gildi við synjun eða ekki, megi
skýra með andstöðu við utanþingsstjórn Björns Þórðarsonar.
21 Fyrirmynd að slíku ákvæði mátti sækja til stjórnarskrár Bandaríkjanna, sbr. 7.
mgr. 1. gr. hennar (article 1, section 7).
22 Jón Pálmason og Jóhann Jósefsson lögðu raunar fram á lokasprettinum í mars
1944 breytingartillögu um „bandarísku aðferðina“ (sjá Alþingistíðindi A 1944,
bls. 261 (þskj. 165) og B, d. 122), en sú tillaga féll á tíma (hafi hún annars í raun
átt einhvern stuðning).
23 Ágrip af íslenzkri stjórnlagafræði, 2 (prentað sem handrit 1940), bls. 47–48.
Leturbreyting hér.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 32