Saga - 2010, Blaðsíða 207
frá því þegar Ragnar innritar sig í flug frá kaupmannahöfn til Stokk hólms.
Með honum erum þau Sigurður og Ólöf Nordal. Textinn er svohljóð andi:
Meðan hann lætur dæluna ganga lýkur hlaðfreyjan við að skrá far-
angur þeirra og afhendir brottfararspjöldin. Hún hvetur þau til að
ganga rösklega að útgönguhliðinu, svo vélin tefjist ekki lengur. Á
leiðinni spyr Ólöf frétta af Reynimelnum.
„Björg er alltaf jafn geðgóð og yndisleg, hvernig sem ég haga mér,“
svarar Ragnar, „krakkarnir allir frískir og gengur eftir atvikum vel að
læra og ekki byrjuð að stunda neinn verulegan ósóma en spila til sam-
ans sjö klukkutíma á dag.“ Bestu stundir dagsins kveðst hann eiga
heima við: „Ég les flest kvöld stundarkorn kvæði fyrir Björgu og
krakk ana, og gerir það mikla lukku. krakkarnir kunna að meta orðið
Fögru veröld og Svartar fjaðrir og svo smá færi eg mig upp á skaftið.“ Í
fyrrasumar hafi Egils saga og Laxdæla til dæmis komist á dagskrá og
fléttast saman við ferðalag sem fjölskyldan fór í um Snæfellsnes.
og skildu börnin eitthvað í þessum gömlu sögum? spyr Ólöf.
„krökkunum þótti gaman að fara um slóðir söguhetjanna og í lok
ferðarinnar var málfar þeirra orðið furðu fornt. Til dæmis gekk Jón
Óttar út á nes eitt við Hvammsfjörð, pissaði þar mjög vígalega og
sagði: Pabbi, nú hefi ég pissað hér og nefni nes þetta Jónsnes.“
Sigurður, sem er kominn spottakorn á undan þeim, snýr sér við og
veifar til þeirra.
Við erum að koma, kallar Ólöf.
Þetta stutta textabroti er ágætt dæmi um stíl bókarinnar og þau vandamál
sem höfundurinn Jón karl stendur frammi fyrir og tekst á við á mjög metn -
aðar fullan hátt. Þau orð sem lögð eru Ragnari í munn í þessari frásögn eru öll
sótt í heimildir. Þau eru í textanum höfð innan gæsalappa og með því að
fletta upp aftar í bókinni getur lesandinn komist að því að þessi orð eru sótt
í þrjú ólík bréf sem Ragnar skrifaði. Fyrsta tilvitnunin, þar sem hann fjallar
um eiginkonu sína og hennar góða geð, er sótt í bréf frá Ragnari til Sigurðar
Nordal, skrifað í október árið 1954. Tilvitnanir um börnin eru hins vegar sótt
í tvö ólík bréf sem Ragnar skrifaði Ólöfu, það fyrra í janúar árið 1952 en hið
seinna í ágúst 1954.
Í sérstökum eftirmála um heimildir segir Jón karl: ,,Í bókinni er vitnað
til fjölda heimilda innan gæsalappa. Í vissum tilvikum hefur orðum verið
sleppt innan úr tilvitnunum eða texta breytt með öðrum hætti (frásögn til
dæmis færð úr þátíð í nútíð, þriðju persónu frásögn sett í fyrstu persónu,
eða orðum á borð við „hérna“ breytt í „heima á Íslandi“). Í slíkum tilvikum
er tekið fram að heimild sé „umorðuð“ (bls. 333–334).
Í þessari meðferð heimilda liggur bæði snilld bókarinnar og hennar
helsti galli. Það er hugsanlegt að vitund mín um að ég ætti eftir að skrifa rit-
dóm um bókina hafi gert mig of upptekna af þeim vandkvæðum sem fylgja
þessari notkun heimilda til þess að ég gæti notið frásagnarinnar til fulls. Það
er að minnsta kosti mín reynsla sem lesanda að þegar greint er svona skýrt
ritdómar 207
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 207