Saga - 2010, Blaðsíða 193
komi Sturla að ýmsum skoðunum sínum og sjónarmiðum sem hann gat
ekki komið að með góðu móti í megintexta sögunnar sjálfrar. Því sé birting
kvæðanna í sögunni eðlileg. Jafnframt fjallar hún allmikið um pólitík
Hákonar gamla og um Vilhjálm af Sabína, sérstakan sendimann páfa í
Noregi.68 Ólafía birti og nokkru rækilegri gerð af sömu grein og er megin-
atriðið að samtímasögur séu ýmsum takmörkunum háðar, sem fræðimenn
gæti stundum lítt að, en hins vegar vanræki þeir „den kollektive memoria“
sem hún mælir með að hljóti frekari athygli.69
Samantekt
Hér í upphafi vék ég að því hversu góðar viðtökur doktorsritgerð Ólafíu
hlaut meðal norskra sagnfræðinga sem og ýmsar greinar hennar í fram-
haldinu. Ég hef einkum gert að umtalsefni framlag Ólafíu til norskrar
miðaldasögu eftir að hún birti doktorsritgerðina, 1964. Ég gat líka að nokkru
framlags hennar til fræðilegrar umræðu um sögu norrænna miðaldakvenna.
eitt helsta viðfangsefni Ólafíu hafa verið konungasögur, efni þeirra og túlk-
un. Í greinum sínum um þær skoðar hún málin bæði að sunnan, frá Dan -
mörku, og að norðan, frá Íslandi. Hún kannar sögu Noregs út frá danskri
sögu og dönskum heimildum en þó fyrst og fremst á grunni konungasagna,
sem eru að miklu leyti skráðar af íslenskum höfundum. Það er m.a. sérstakt
við afstöðu hennar til þessara heimilda, danskra, íslenskra og norskra, að
hún myndar sér iðulega rökstudda skoðun um stöðu þeirra, hverrar um sig,
kannar hvað vakti fyrir þeim sem segja frá, hvaða tilgangi heimildin skyldi
þjóna. Þannig færir hún t.d. skýr rök fyrir því að Saxi málspaki kom á fram-
færi allt öðrum skilningi á sögu Noregs en birtist í Fagurskinnu og að hinn
mismunandi skilningur eða túlkun hafi þjónað pólitískum tilgangi, í báðum
tilvikum. Hér hef ég einkum dregið fram í hvaða samhengi Ólafía skoðar
miðaldasögu Noregs og hvaða sýn hún hefur á heimildir og þykir hvort
tveggja lærdómsríkt og til fyrirmyndar.
heiðursdoktor 193
From Gang Leader to the Lord’s Anointed. Kingship in Sverris saga and Hákonar saga
Hákonarsonar. The Viking Collection. Studies in Northern Civilization 8. Ritstj.
Preben Meulengracht Sørensen & Gerd Wolfgang Weber (odense: odense
University Press 1996), bls. 114.
68 Ólafía einarsdóttir, „om samtidssagaens kildeværdi belyst ved Hákonar saga
Hákonarsonar“, Samtíðarsögur II. Níunda alþjóðlega fornsagnaþingið (Akur -
eyri 1994), bls. 638–53.
69 Ólafía einarsdóttir, „om samtidssagaens kildeværdi belyst ved Hákonar saga
Hákonarsonar“, Alvíssmál 5 (1995), bls. 29–80.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 193