Saga - 2010, Blaðsíða 206
Að lokum skal vikið að smávægilegu atriði sem fram kemur í inngangi
en er efni þessarar ágætu bókar óviðkomandi að öðru leyti. Þar segir að
þegar við kristni var tekið á Alþingi árið 1000 hafi það gerst eftir „afarmerki-
legt samninga- og friðarferli sem endaði með því að einum karlmanni var falið
að komast að niðurstöðu sem ásættanleg yrði fyrir alla“ (bls. 9; leturbreyt-
ing HH). Hér er vísast byggt á klausum úr yngri miðaldaritum þar sem
reynt er að fylla út í stuttaralega frásögu Ara fróða af kristnitökuþinginu.
Þær gefa hugsanlega tilefni til að ætla að samningar hafi átt sér stað, en
nægja þær til að fullyrða að um „friðarferli“ hafi verið að ræða? Má ekki allt
eins gera ráð fyrir karpi, hrossakaupum, mútum, þvingunum eða jafnvel
hótunum um friðslit? Hér er dæmi um hvernig óljós miðaldatexti er
túlkaður í ljósi tískuhugtaka. Slíkt getur reynst hæpið.
Hjalti Hugason
Jón karl Helgason, MyND AF RAGNARI Í SMÁRA.
Bjartur. Reykjavík 2009. 383 bls. Myndir, heimilda- og nafnaskrá.
Við opnum bókina og við okkur blasir ljósmynd. Á ljósmyndinni sjáum við
sex karlmenn, alla mikla máttarstólpa í íslensku og norrænu menningarlífi,
og fjórar konur. Ljósmyndin er tekin í Stokkhólmi þann 10. desember árið
1955. Halldór Laxess mun síðar þennan sama dag taka við Nóbels verðlaun -
unum. Meðal þeirra sem baða sig í frægðarsól Halldórs þennan laugardag
og brosa framan í ljósmyndarann eru Sigurður Nordal sendiherra Íslands í
kaupmannahöfn, Ólöf Nordal eiginkona hans, Jón Helgason prófessor og
Ragnar Jónsson í Smára, útgefandi Halldórs. Allt eru þetta persónur sem
leika stórt hlutverk í bók Jóns karls Helgasonar um Ragnar í Smára. Þær
stíga inn á sjónarsviðið ein af annarri eftir því sem frásögninni vindur fram.
Sagan hefst í flugvél á leið frá keflavík til kastrup og segir frá ferð Ragn -
ars á Nóbelsverðlaunahátíðina í Stokkhólmi með viðkomu í kaup manna -
höfn þar sem hann hittir andans menn og gamla vini. Frásögn og sviðsetn-
ingar Jóns karls eru vel skrifaðar en flestöll samtöl í bókinni eru sótt í bréfa-
skriftir Ragnars sjálfs. Þetta gerir það að verkum að texti Jóns karls rennur
saman við texta sem sóttur er í heimildir. Sagan er skrifuð í þriðju persónu og
stundum er líkt og höfundur, þ.e. Jón karl, reyni að brúa þetta bil með því
að nota orðfæri og stíl sem sóttur er til viðfangsefnisins, Ragnars í Smára, og
bréfaskrifta hans. Þetta gengur víða upp og verður til þess að yfir texta bók-
arinnar hvílir mjög ákveðin stemning sem er eins konar endurómur þess
tíma sem bókin fjallar um.
Stundum er þó eins og stíllinn beri frásögnina ofurliði, verði dálítið til-
gerðarlegur, og þannig skapast ákveðið rof milli textans og lesandans. Til að
útskýra betur hvað við er átt tel ég rétt að grípa niður í bókina. Á bls. 92 segir
ritdómar206
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 206