Saga - 2010, Blaðsíða 72
prentað efni við bókmennta-, menningar- og hugmyndasögulegar
rannsóknir útilokar stóran hóp þátttakenda og viðfangsefna á hinu
víðfema og fjölþætta sviði textamiðlunar.32
Fyrrnefndar rannsóknir og útgáfur höfðu þegar haft umtalsverð
áhrif á bókmennta- og menningarsögu í hinum enskumælandi
heimi þegar bandaríska fræðikonan Margaret ezell gaf út bók sína
Social Authorship and the Advent of Print árið 1999.33 kjarninn í rök-
semdafærslu hennar er hugtakið samfélagslegur höfundur (e. soci-
al author/authorship), sem vísar til bókmenntakerfis handan hins
vaxandi heims prentverks. ezell lýsir nálgun sinni sem rannsókn á
„efnislegri umgjörð þess að vera höfundur“ (e. the material condi-
tions of being an author) í þjóðfélagi þar sem prentverk var að ná fót-
festu, þ.e. í englandi á 17. öld.34 Fremur en að spyrja hver prentaði
og hver keypti afraksturinn spyr hún hver skrifaði og hver las.
Þannig er rannsókn á textamiðlun tímabilsins teygð út fyrir þann
for sniðna ramma sem felst í því að taka einungis mið af prentuðu
og formlega útgefnu efni. Til að draga upp víðtækari mynd af bók-
menningu þarf að taka mið af höfundarskilningi handritamenn-
ingar ekki síður en höfundarskilningi hinnar markaðsmiðuðu prent -
menningar.35
Þar með hafnar ezell því sem hún kallar ofríki prentmenningar
sem hún telur stýra greiningu og túlkun Harolds Love á handrita-
menningu árnýaldar. Þótt viðfangsefni Love og sporgöngumanna
hans sé í orði kveðnu handritað efni er sá ljóður á, að mati ezell, að
greiningin er öll á forsendum prentmenningarinnar.36 Handskrifuð
rit séu, í þeirra augum, eins konar staðgenglar prentaðra bóka í
höndum þeirra sem af einhverjum sökum höfðu ekki aðgang að
prenttækninni og vélum hennar. Hún skrifar:
Það er hárrétt hjá Love og Woudhuysen að höfundar notuðu
handritun til að komast undan ritskoðun, en slík greining gefur
davíð ólafsson72
place Book (Bodleian Library MS Ashmole 51): Reading and Writing Among
the „Middling Sort““, Early Modern Literary Studies 6/3 (janúar, 2001). Sjá Vef.
http://purl.oclc.org/emls/06-3/burkbowy.htm, skoðað 10.9. 2009.
32 Sjá Margaret ezell, „Do Manuscript Studies Have a Future in early Modern
Women Studies?“, Shakespeare Studies 32 (2004), bls. 65.
33 Margaret ezell, Social Authorship and the Advent of Print (Baltimore og London:
The Johns Hopkins University Press 1999).
34 Sama heimild, bls. 1.
35 Sama heimild, bls. 2.
36 Sama heimild, bls. 22.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 72