Saga - 2010, Blaðsíða 196
síðan ofan í hina hagrænu hugsun í Danmörku eins og hún birtist í
ritsmíðum samtímamanna og í gjörðum þeirra (kafli II.3). Þar tel ég höfund
leiða vel í ljós að hugmyndum um frumiðnað var ekki stefnt gegn hefð -
bundnum samfélagsháttum heldur var ætlunin þvert á móti að efla þá og
styrkja í sessi með þessum umbótum.
Í þessari umræðu hafnar höfundur eldri túlkunum danskra sagnfræð -
inga sem töldu 18. aldar menn hafa stillt upp borgum og sveitum sem
andstæðum í umræðu um handverkssmiðjur (e. manufacturing, sbr. bls.
62–3). Þvert á móti telur höfundur viðhorf og gjörðir manna á 18. öld fylli-
lega samræmast sýn þeirra á þrískiptingu framleiðslugreina í frumgreinar,
úrvinnslugreinar og þjónustugreinar sem fyrst gætti í hagrænni hugsun í
Danmörku á 18. öld. Höfundur telur sérleyfi borganna einmitt sönnun þess
hversu rækilega menn tengdu frumiðnað við sveitirnar, og er það snjöll
túlkun (bls. 125–7). Frekari staðfestingu á því sér hún í því mati í hagrænni
hugsun samtímamanna að telja handverkssmiðjur (úrvinnslu) vera annars
flokks á móts við sveitabúskap (frumvinnslu) og gera ekki neinn reginmun
á sveit og borg sem framleiðslustað (bls. 127). enn fremur er ég sammála
höfundi um þá túlkun að handverkssmiðjurnar hafi í augum samtíma-
manna haft margþættan samfélagslegan tilgang (bls. 127). Þær hafi átt að
styrkja innviði ríkisins og þjóna efnahagslegum, félagslegum og siðferðileg-
um tilgangi. Ég tek undir þessa siðferðilegu áherslu höfundar sem eldri
rannsakendur hafa gert lítið úr að hennar sögn, því ekki þarf að lesa lengi
skrif 18. aldar Íslendinga um samfélagsmálefni til að sjá að siðferðileg
viðmið vega alltaf þungt (sbr. bls. 368).
Þessu næst snýr höfundur sér að Íslandi, bæði hinni hagrænu samtíma-
umræðu um landið á 18. öld og aðstæðum þar, sem og túlkunum sagn fræð -
inga (kafli II.4). Hún bendir til dæmis réttilega á það að fyrir 1700 hafi
Danastjórn ekki fylgt neinni tiltekinni atvinnustefnu í málefnum Íslands.
en þetta er þó hálfur sannleikur, eins og höfundur ræðir, því að hún aðhyll-
ist þá skoðun að árangursríkara sé að túlka hagræna hugsun manna á 17.
og 18. öld í ljósi kameralisma heldur en merkantílisma, og tek ég undir
það. Mér er hins vegar ekki ljóst hvort höfundur telur nægilegt að líta á
kameralism ann sem orðræðu um hagræn málefni (sbr. bls. 57), en ég tel
hana þó halla undir það sjónarhorn að nálgast kameralismann sem orðræðu
um samfélagsmálefni (sbr. bls. 58–9) og er sannfærður um gildi þess sjálfur.
Höfundur er að minnsta kosti á því máli að líta beri á hagræna hugsun
manna og lögregluhugsun kameralista í samhengi, því að þá komi í ljós
margvíslegur samhljómur í skoðunum. Því er þetta sagt að eðlilegt virðist
að gera ráð fyrir töluverðu samræmi í hugsun manna um samfélagsmálefni,
þar á meðal um hagræn mál, á þessum tíma fremur en mótsagnakenndum
skoðunum. Þó eru ýmis dæmi til um þversagnir í viðhorfum og ég vil ekki
heldur útiloka að merkantílísk hugsun hafi haft áhrif á einhverja eða að ein-
hverju leyti þótt þeir væru að meira eða minna leyti kameralistar í hugsun
(jafnvel án þess að vita það). Hef ég þá einkum í huga 17. aldar menn, því á
ritdómar196
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 196