Saga - 2010, Blaðsíða 101
Að áliti Sigurðar Gylfa eru ferðasögur „áhugaverð lesning vegna
þess að þær opinbera ágætlega skoðanir höfunda (og samtímans) á
erlendum þjóðum og fólkinu sem þar bjó.“6 Þessu mati er auðvelt
að vera sammála en það lætur þó ekkert uppi um það hvort ferða -
bækur séu áhugaverðar heimildir um áfangastaðinn enda fara flestir
fræðimenn varlega í að meta heimildagildi ferðabóka um lönd og
þjóðir. Sumir fræðimenn segja að einkenni ferðabóka sé gjarnan ein-
hvers konar blanda fróðleiks og skemmtunar7 en aðrir telja að
ferðabækur sýni hvernig hugmyndir um önnur lönd verði til og geti
þannig verið mikilvægar heimildir um heimssýn höfunda.8
Þeir eru þó margir sem líkt og Sigurður Gylfi skipa ferðasögum á
bekk með sjálfsbókmenntum og skilgreina þær fyrst og fremst sem
„spegil sjálfsins“.9 Þar af leiðandi getur kenningalegur bakgrunnur
sjálfsævisagna komið að notum við greiningu á ferðasögum. Á
Íslandi hefur Gunnþórunn Guðmundsdóttir bókmenntafræðingur
bent á nauðsyn þess að skilja samband sögumanns við viðfangs-
efnið því „það er ekki til einhver ein útgáfa af lífi heldur fjölmarg-
ar“.10 Færa má rök fyrir því að hið sama eigi við um ferðalýsingar.
Skoða verður hvort höfundarnir réttlæti skrif sín11 og af hverju þeir
kjósa að skrifa ferðalýsingu um Sovétríkin. Þannig verður að huga
„ekkert venjulegt skemmtiferðalag“ 101
6 Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar. Sjálfsbókmenntir á Íslandi. Gesta -
ritstj. Guðmundur Hálfdanarson. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 9
(Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004) bls. 171 og víðar.
7 Peter Bugge, „’Something in the View Which Makes you Linger’: Bohemia and
Bohemians in British Travel Writing, 1836–1857“, Central Europe 17:1 (2009), bls.
3–29, hér bls. 4. Þetta viðhorf er einnig oft að finna hjá höfundum ferðalýsinga.
Bragi Sigurjónsson, höfundur bókarinnar Boðsdagar hjá þremur stórþjóðum.
Frásagnir frá heimsókn til Bandaríkjanna, Kína og Rússlands (Akureyri: Skjaldborg
1982), sagði t.d. að tilgangi bókarinnar væri náð „hefði einhverjir haft stund-
argaman af þáttum þessum — og einhvern fróðleik“, bls. 7.
8 Iva Cintrat, Muriel Massau, Carmen Mata og Lucia Soares, „Travel Writing“,
Language Culture and Curriculum 9:1 (1996), bls. 35–50, hér bls. 35.
9 Hagen Schulz-Forberg, London-Berlin. Authenticity, Modernity, and the Metropolis
in Urban Travel Writing, 1851–1939 (Brussel og New york: P.I.P. Peter Lang
2006) — Hagen Schulz-Forberg, „Introduction: european Travel and Travel
Writing. Cultural Practice and the Idea of europe“, Unravelling Civilization:
European Travel and Travel Writing. Ritstj. Hagen Schulz-Forberg (Brussel og
New york: Peter Lang 2005), bls. 13–40.
10 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Líf á bók: um ævisögur og sjálfsævisögur“,
Skíma 27:2 (2004), bls. 33–36.
11 Gunnþórunn Guðmundsdóttir, „Skáldað líf. Sjálfsævisögur sem bókmennta-
grein á tímum póstmódernisma“, Skírnir 177 (vor 2003), bls.109–125, hér bls. 109.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 101