Saga - 2010, Blaðsíða 178
í Åseral í Suður-Noregi árið 1950.13 Í júlí það ár urðu vegagerðarmenn við
vinnu á jarðýtu nærri bænum Brennistöðum í eiðaþinghá á Fljótsdalshéraði
varir við kuml. Þeir höfðu samband við Þjóðminjasafnið og fór Ólafía á vett-
vang til þess að rannsaka það.14 Þetta varð hennar fyrsti en jafnframt síðasti
fornleifauppgröftur á Íslandi. Um jólin árið 1951 sagði Ólafía starfi sínu
lausu og flutti sem fyrr segir til Svíþjóðar í frekara nám og lauk þaðan
doktors gráðu.15
Viðfangsefni Ólafíu
Þó svo að segja megi að þar með hafi Ólafía horfið af vettvangi fræðanna á
Íslandi hefur efni eftir hana, einkum á sviði femínískrar miðaldasögu, verið
birt á alþjóðlegum vettvangi allt til dagsins í dag. Viðfangsefni hennar hafa
einmitt verið manneskjan sjálf í fornsögunum, sem sagt staða og lífshlaup
tiltekinna kvenna, karla og barna í hinu fornnorræna samfélagi, líkt og
Childe vildi meina að væri lykillinn að skilningi á fortíðinni. Í greinum sín-
um fjallar hún m.a. um Sigríði „stórráðu“, Áslaugu drottningu, Harald hár-
fagra og Sigurð hjört í Heimskringlu og börnin hans tvö.
Fjarvera kvenna jafnt í fræðunum, sem og í fortíðinni sjálfri, hefur víða
orðið að umfjöllunarefni á undanförnum árum.16 Vissulega voru þær til
staðar en hljómgrunnur fyrir verkum þeirra var veikur og það er í raun ekki
fyrr en í seinni tíð sem rannsóknir margra kvenkyns frumkvöðla, eins og dr.
Ólafíu einarsdóttur, hafa verið viðurkennd í verki. Sem dæmi má nefna
samtímakonur hennar sem allar luku háskólagráðu í fornleifafræði á fyrri
hluta síðustu aldar, þær Hönnu Rydh í Svíþjóð, evu Nissen Meyer í Noregi
og Lis Jacobsen í Danmörku. Allar birtu þær, líkt og Ólafía, fjölda vísinda-
greina en þrátt fyrir það er þeirra sjaldan getið í yfirlitsritum.17
Tveir nemar í fornleifafræði við Háskóla Íslands hafa kosið að fjalla með
einum eða öðrum hætti um Ólafíu og framlög hennar til fræðanna í lokarit-
gerðum sínum.18 Líkt og aðrir fræðimenn hafa áður gert þá velti Sandra Sif
heiðursdoktor178
13 Viðtal. Höfundur við Ólafíu einarsdóttur, nóvember 2009.
14 „Gröf tíundu aldar manns finnst á Fljótsdalshéraði“, Morgunblaðið 4. ágúst
1950, bls. 2.
15 Ólafía einarsdóttir, „Stutt æviágrip“, bls. 5.
16 Sjá t.d. Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald
á Íslandi 1900–1930. Doktorsritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2004).
17 Sem dæmi má nefna að ekki er vitnað til verka Ólafíu einarsdóttur í yfirlitsriti
Jóns Viðars Sigurðssonar, Det norrøne samfunnet — vikingen, kongen, erkebis kopen
og bonden (oslo: Paxforlag 2008).
18 Sjá Bjarney Inga Sigurðardóttir, Ólafía einarsdóttir — frumkvöðull í fornleifa -
fræði, og Sandra Sif einarsdóttir, „Undir mold og steinum er fornmaður falinn
…“, MA-ritgerð frá Háskóla Íslands, 2007.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 178