Saga - 2010, Blaðsíða 76
Spænskir sagnfræðingar á þessu sviði hafa, öðrum fremur, lagt
rækt við hið félagssögulega samhengi handritamenningar.44 Helsti
vettvangur þessara rannsókna undanfarin ár hefur verið deild
heimspeki og bókmennta við Alcalá-háskóla á Spáni en þaðan hef-
ur borist fjöldi bóka og greina sem fjalla um félagssögu handrita-
menningar (sp. historia social de la cultura escrita), einkum á svo-
nefndri gullöld í sögu Iberíuskagans, þ.e. 16. og 17. öld.45 Í anda
félagssögu og hinnar nýju menningarsögu (e. new cultural history)
hefur áherslan í rannsóknum þessa hóps verið lögð á hlutverk
handritamenningar í daglegu lífi venjulegs fólks. einn helsti far-
vegur þessara rannsókna er tímaritið Cultura Escrita y Sociedad sem
komið hefur út frá árinu 2005, en í kynningu á stefnu þess segir að
ólíkt öðrum útgáfum sem einblína á heim bókarinnar eða hina
tæknilegu hlið skriftar muni tímaritið beina fræðilegum og rit-
stjórnarlegum sjónum að því sem kalla má félagssögu handskrif -
aðrar menningar.46 Með þessum rannsóknaráherslum spænskra
sagn fræðinga hefur svið handritamenningar síðari alda öðlast nýja
vídd á síðustu árum.
Afkastamikill fræðimaður á sviði spænskrar menningar- og
miðlunarsögu, sem stendur utan Alcalá-skólans, er sagnfræðingur-
inn Fernando Bouza sem hefur síðastliðinn áratug rannsakað virkni
og viðtökur ólíkra miðla á tíma spænsku gullaldarinnar; munnlegr-
ar miðlunar, handrita, prents og myndefnis.47 Líkt og fræðimenn
sem hafa rannsakað handritamiðlun í englandi og Frakklandi hef-
ur Bouza greint hvernig tilkoma prentverks leiddi til þess að ólíkir
davíð ólafsson76
44 Sjá James S. Amelang, „early Modern Spanish Cultural History: one opinion“,
History Compass 4/1 (2006), bls. 165–171.
45 Sagnfræðingurinn Antonio Castillo Gómez hefur verið leiðandi í þessum hópi
en hann er höfundur og ritstjóri fjölda rita á þessu sviði. Sjá t.d. Escrituras y esc-
ribientes: Prácticas de la cultura escrita en una ciudad del Renacimiento (Las Palmas
de Gran Canaria: Gobierno de Canarias-Fundación de enseñanza. Superior a
Distancia de Las Palmas. Gran Canaria 1997), Historia de la cultura escrita: Del
Próximo Oriente Antiguo a la sociedad informatiza (Gijon: Trea 2001), Cultura esc-
rita y clases subalternas: Una Mirada española, (oiartzun: Sendoa 2001) og Entre
la pluma y la pared: Una historia social de la escritura en los Siglos de Oro (Madrid:
Akal ediciones 2006).
46 „Revista Cultura Escrita & Sociedad: Presentación/Presentation“. Vef. http://
siece.es/siece/revista/revista_presentacion.html, skoðað 10.9. 2009.
47 Meðal verka Fernando Bouza eru Corre manuscrito: Una historia cultural del Siglo
de Oro (Madrid: Marcial Pons 2001) og Communication, Knowledge and Memory in
Early Modern Spain (Philadelphia: University of Pennsylvania Press 2004).
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 76