Saga - 2010, Blaðsíða 214
bent á að stundum hafi slest alvarlega upp á vinskap Snorra og oddaverja,
fyrst 1204 eða svo, og höfundur kannast vel við þetta (bls. 156–7, 364) en
ræðir það lítt. en þar sem sambandið versnaði, jafnvel mikið, er ætlaður
stuðn ingur Páls biskups nokkuð óvæntur.
Ágreiningurinn 1204 birtist í því að Snorri var eindreginn stuðnings -
maður Birkibeina í Noregi; andstæðingar þeirra voru Baglar sem áttu hauka
í horni þar sem voru Haraldur jarl og Bjarni biskup í orkneyjum. odda -
verjar voru nánir orkneyingum en Snorri ekki og fór aðra leið. Höfundur
leggur ekkert upp úr þessu og segir fátt frá hinum kirkjusinnuðu Böglum
(sbr. helst bls. 213). Fyrir þessu kunna að vera góðar ástæður en þær koma
ekki fram í bókinni, mér vitanlega. Ég lít svo á að afstaða Snorra til ættar
Sverris konungs í Noregi, Birkibeina, Bagla og kirkjuvaldsstefnunnar, hafi
verið mikilvæg fyrir hann sem stjórnmálamann.
Það er einmitt sérstakt að höfundur segir fremur lítið frá kirkjuvalds-
stefnunni, sjálfstæðisbaráttu hinnar alþjóðlegu kirkju sem stofnunar, og not-
ar varla orðið, en þetta er eftirlætisumræðuefni sagnfræðinga sem fást við
umræddan tíma. Annað eftirlætisefni eru staðir og má nefna að Reykholt og
Stafholt eru dæmi um mikilvæga staði. Höfundur fjallar nokkuð um staða -
mál en brýtur hugtakið ekki til mergjar, segir aðeins að staðir hafi verið hinir
stærstu kirkjustaðir og kallar Borg á Mýrum stað (bls. 57, 147–8). Þetta kem-
ur ekki heim við hið mikla verk Magnúsar Stefánssonar, Staðir og staðamál,
og það er ekki nefnt í heimildaskránni. Mér er ekki ljóst hvort það merkir að
höfundur taki ekki undir niðurstöður Magnúsar. Þriðja eftirlætisefni sagn -
fræðinga er valdasamþjöppun og skýringar hennar, af hverju goðorð tóku
að safnast á fárra hendur, en þetta kemst lítt á dagskrá í bókinni (helst á bls.
143 og 148–149). Nú veit ég ekki hvort höfundur telur að sífelld umræða
sagnfræðinga um þessi efni lýsi ofmati á mikilvægi þeirra. Í mínum augum
eru þetta þungvæg efni sem snerta stjórnmálamanninn Snorra alveg sér-
staklega. Höfundur segir í formála að hver fræðimaður hafi sína persónu-
legu skoðun á samhengi hlutanna og því sé líkast að hver tími vilji hafa sinn
háttinn til að skilja fortíðina (bls. 14). Þetta eru góðar hugleiðingar og það
eru ekki svo margir áratugir síðan staðir og kirkjuvaldsstefnan urðu slík
eftir lætisefni. Þakkarvert hefði verið að fá umfjöllun um þetta.
Sjálfur hef ég tekið þátt í svonefndu Reykholtsverkefni, allt frá árinu
1999. Undir merkjum þess hafa verið birt mörg ritverk og margir fyrir lestrar
fluttir og ég fagna því að höfundur hefur fylgst vel með á þessu sviði. Hann
tekur t.d. upp hugtakið kirkjumiðstöð, sem notað er í verkefninu, en segir þó
ekki hvernig þessar miðstöðvar voru frábrugðnar stöðum. Á grundvelli forn-
leifarannsókna lét höfundur gera forvitnilega teikningu af því hvernig
umhorfs muni hafa verið í Reykholti í tíð Snorra (bls. 238–9). Um mat á
þessu verður að vísa til Guðrúnar Sveinbjarnardóttur og Guðrúnar Harðar -
dóttur sem sinnt hafa þessum þætti í Reykholtsverkefninu.
Meginniðurstaða mín er sú að Snorri sé góður inngangur fyrir áhuga-
sama um sögu Íslands á bilinu 1181 til 1241, m.ö.o. fyrir þá forvitnu sem vita
ritdómar214
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 214