Saga - 2010, Blaðsíða 48
þess sem alls ekki er innbyrðis samræmi á milli greina. Þetta ósam-
ræmi milli stjórnarskrár og stjórnskipunar var til staðar við lýðveldis -
stofnun eins og dæmið að ofan sýnir.
Lýðveldisstjórnarskráin var sett með sérstökum hætti, þ.e.a.s.
með samþykki eins þings og meirihluta kjósenda í þjóðaratkvæða -
greiðslu. Í aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar var skýrt að með
þessum hætti mætti aðeins gera þær breytingar sem leiddi beint af
því að Ísland, sem áður var konungsríki, varð lýðveldi.7 Í því fólst
beinlínis ákvörðun um að láta bútasauminn, sem stjórnarskráin var
þá þegar orðin, vera óbreyttan, a.m.k. um hríð. Þetta skiptir máli við
túlkun á 26. greininni. Hún er ekki, og átti ekki að vera, hápunktur-
inn í úthugsaðri mynd af hlutverki þjóðhöfðingjans í stjórnskipun-
inni. Um það hafa margir skrifað — og ekki endilega allir verið sam-
mála.8 Aðalatriðið hér er hins vegar það að stjórnarskrárákvæðin
um forsetaembættið voru skrifuð inn í stjórnarskrá sem var brota-
kennd og endurspeglaði ekki stjórnskipunina eins og hún var orðin.
Ákvæði 26. greinarinnar var ætlað að breyta synjunarvaldi konungs,
sem var algert í sama skilningi og synjunarvald forseta er nú gagn-
vart t.d. bráðabirgðalögum. Í stað þess að hinn nýi forseti færi með
slíkt vald átti synjun hans ekki að koma í veg fyrir að lög tækju gildi
heldur verða til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla skæri úr um það
hvort lögin skyldu halda gildi sínu. Á þetta hefur nú reynt og það
gekk snurðulaust.
Vandinn er hins vegar sá að synjunarvaldið fellur ekki vel að
stjórnarskránni að öðru leyti. Áður var minnst á að ákvæðið um
þingræði, sem tekið var inn í stjórnarskrána 1920, samræmdist ekki
sérstaklega vel ákvæði, sem gilti áfram, um að konungur skipaði
ráðherra. Á alveg sama hátt fellur 26. greinin ekki vel að ákvæðum
t.a.m. um ábyrgðarleysi forsetans. enda hafa lögfræðilegar deilur
ragnheiður kristjánsdóttir48
7 Sjá lög nr. 97/1942. 1.gr. þeirra er svohljóðandi: „Aftan við 3. málsgr. 75. gr.
stjórnarskrárinnar bætist ný málsgr., svo hljóðandi: Þegar Alþingi samþykkir
þá breytingu á stjórnskipulagi Íslands, sem greinir í ályktunum þess frá 17. maí
1941 [m.a. um stofnun lýðveldis], hefur sú samþykkt eins þings gildi sem
stjórnskipunarlög, er meiri hluti allra kosningarbærra manna í landinu hefur
með leynilegri atkvæðagreiðslu samþykkt hana. Þó er óheimilt að gera með
þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis
leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofn-
un lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins.“
8 Sjá t.d. Svanur kristjánsson, „Stofnun lýðveldis — nýsköpun lýðræðis“, Skírnir
176 (vor 2002), bls. 7–45.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 48