Saga - 2010, Blaðsíða 183
því, sem líður hjá, eru eftir, þegar það er liðið. Áhrifin mæli ég sem nútíð en
ekki það, sem olli þeim og er fortíð. Þetta mæli ég, þegar ég mæli tímann.
Annað hvort er þetta tíminn sjálfur eða ég mæli ekki tímann.“
gunnar karlsson
Viðbrögð Íslendinga við Studier i kronologisk metode
Í norrænum miðaldaritum er stundum haft eftir Austmönnum að Íslend-
ingar séu tómlátir.27 Þetta sannaðist enn árið 1964 þegar Ólafía einarsdóttir
lauk doktorsprófi og varði við Lundarháskóla ritgerð sína Studier i kronolog-
isk metode i tidlig islandsk historieskrivning.28 Í Morgunblaðinu birtist að vísu
frétt um doktorsvörnina 11. júní. Þar er efni ritgerðarinnar lýst þannig að
hún „byggist á rannsókn og samanburði á elztu sagnritum vorum og annál-
um með hliðsjón af erlendum menningaráhrifum, sem náðu ótrúlega fljótt
hingað á sínum tíma, þrátt fyrir fjarlægð landsins og erfiðar samgöngur.“29
Miðað við lengd verður þetta að teljast nokkuð góð efnislýsing, þegar þess er
gætt að titill bókarinnar er birtur og þýddur í fréttinni, og þar kemur fram
það aðalatriði að bókin fjalli um tímatal. Morgunblaðinu verður því ekki
kennt um þann þráláta misskilning, sem við munum vel eftir sem vorum
farin að fylgjast með fræðilegri umræðu á Íslandi á sjöunda áratugnum, að
doktorsritgerð Ólafíu fjallaði um það, og það eitt, að Íslendingar hefðu tekið
kristni einu ári fyrr en jafnan hefði verið haldið. Það fór nefnilega lengi
framhjá að minnsta kosti drjúgum hluta íslenska fræðasamfélagsins að rit-
gerð Ólafíu er afar víðtæk, umfangsmikil, hugkvæm og þaulhugsuð könnun
á aðferðum Íslendinga miðalda til að tímasetja atburði. Vissulega var það
rétt að Ólafía færir rök að því að Ari fróði, fyrirmynd allra íslenskra sagna-
ritara um tímasetningar, hafi viljað segja að kristnitakan á Alþingi hafi farið
fram á árinu 999 fremur en 1000, en það er aðeins einn liður í rökfærslu
hennar, sem tekur yfir tímatalsaðferðir Ara og eftirkomenda hans í heild.
ekki verður íslensku fræðitímaritunum kennt um meinloku Íslendinga
um doktorsritgerð Ólafíu, en þau tóku ekki heldur að sér að leiða landa sína
í sannleika um efni ritgerðarinnar. Það birtist enginn ritdómur um Studier i
kronologisk metode í Sögu, tímariti Sögufélags. Þó birtust þar um þetta leyti
umsagnir um bækur á útlendum málum, á færeysku, ensku og dönsku,30 til
heiðursdoktor 183
27 Íslenzk fornrit IV. eyrbyggja saga. Útg. einar Ól. Sveinsson og Matthías Þórðar -
son (Reykjavík: Fornritafélagið 1935), bls. 105 (39. kap.).
28 Ólafía einarsdóttir, Studier i kronologisk metode i tidlig islandsk historieskrivning
(Stockholm: Natur och kultur, 1964).
29 Morgunblaðið 11. júní 1964, bls. 6.
30 Saga V:2 (1967), bls. 363–370, 373–377 og 386–393.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 183