Saga - 2010, Blaðsíða 175
þeir höfðu. Rök Ólafíu eru traust og hún sýnir að undirstöður þessara fræða
í íslenskri og norrænni sögu eru frá þeim komnar. Rit hennar er grundvall-
arrit á fræðasviðinu og það opnaði nýja sýn, varð tilefni endurskoðunar á
tímatali, og niðurstöðurnar leiddu til nýrra og traustra tímasetninga. Þessi
nýju viðhorf og nýju niðurstöður Ólafíu hlutu góðar viðtökur í Noregi og
greinar sem hún birti í framhaldi af þessu stórvirki sínu, og í tengslum við
það, vöktu jafnan athygli þar í landi. Ólafía skipaði sér í fremstu röð meðal
þeirra sem fengust við norska miðaldasögu á áratugunum frá um 1965, og
til marks um það er að tvær greinar hennar voru teknar upp í rit með úrvali
greina um miðaldasögu Noregs.
Ólafía einarsdóttir hefur birt ýmsar greinar um tímatalsfræði. Helsta
viðfangsefni hennar hefur annars verið norsk miðaldasaga, heimildir um
hana og saga norskra ráðamanna, biskupa, konunga og jarla, lífshlaup þeirra
og stjórnmálastefna. Í því sambandi er vert að geta að þessar heimildir eru að
mestu leyti íslenskar, samdar af Íslendingum eða frá þeim komnar. Þá hef-
ur Ólafía fengist allmikið við sögu íslenskra og annarra norrænna kvenna á
miðöldum, út frá Íslendingasögum og konungasögum. Hún hefur haldið
fyrirlestra víða um heim um fræðasvið sitt og nýbúið er að gefa út safn rit-
gerða hennar í Noregi, en sjálf er hún að skrifa bók um víkingaöldina.
steinunn kristjánsdóttir
Fornleifafræðingurinn Ólafía einarsdóttir
Matthías Þórðarson, þáverandi þjóðminjavörður, minntist þess eitt sinn að
ung stúlka í stígvélum með sjóhatt hafi staðið í rigningunni og fylgst full
áhuga með uppgrefti sem hann vann að í Þjórsárdal í ágúst árið 1939.1 Um
var að ræða samnorræna fornleifaleiðangurinn sem farið var í hérlendis og
unga stúlkan var Ólafía einarsdóttir, þá á fermingaraldri.
Foreldrar hennar höfðu farið með hana í Þjórsárdalinn til þess að fylgj ast
með uppgreftinum. Þessi ferð breytti lífi hennar, því þar ákvað hún að verða
fornleifafræðingur. Hún varð svo heilluð af því sem þar fór fram að hún
neitaði að fara með er foreldrar hennar hugðu á heimferð. Þau afréðu að
skilja hana eftir og sendu henni regnkápu og sjóhatt því það rigndi mest-
allan tímann. Að sögn Ólafíu sjálfrar voru fornleifafræðingarnir mjög al -
menni legir og útskýrðu fyrir henni við hvað þeir voru að fást, þar á meðal
á Stöng þar sem hún eyddi heilum degi.2
Rannsókn þessi er ein sú stærsta og athyglisverðasta sem unnin hefur
verið hérlendis á sviði fornleifafræði til þessa, en þá voru grafin upp sam-
heiðursdoktor 175
1 Ólafía einarsdóttir, „Stutt æviágrip“, Skjöldur 60 (2006), bls. 4.
2 Ólafía einarsdóttir, „Stutt æviágrip“, bls. 4.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 175