Saga - 2010, Blaðsíða 197
þeim tíma voru ýmsir vitnisburðir um samfélagsskoðanir manna (t.d.
Bessastaðapóstar árið 1685) ekki jafn meðvituð innlegg í lærða orðræðu um
„viðreisn“ Íslands eins og raunin var orðin á 18. öld.
Í framhaldi af þessari þarflegu og skýru aðferðafræðilegu umræðu um
hagræna hugsun á Íslandi (og í nágrannalöndum) gerir höfundur góða
grein fyrir ullarvinnslunni á Íslandi, hverrar gerðar hún var, hvar hún var
stunduð helst og mörgu um framleiðslu hennar (kafli II.5). Þessu næst birt-
ir höfundur úrtaksrannsóknir á ullarvöruframleiðslu á nokkrum völdum
stöðum á landinu (kafli III.6–7) og mun sú nýja vitneskja úr ritgerðinni lík-
lega mestum tíðindum sæta í íslenskri sagnfræði. Höfundur birtir nákvæm-
ar úrtaksrannsóknir úr verslunarbókum kaupmanna, krambúðarbókum, frá
árunum 1762 og 1783/1786 auk upplýsinga um verslunina á árunum
1764–73 og 1774–84. Þetta eru upplýsingar um ullarvöruframleiðslu á Norð -
austurlandi, þ.e. innlagnir í Vopnafirði og Reyðarfirði, og suðvesturhorni
landsins, þ.e. í Hólmi.
Þarna leiðir höfundur í ljós margvíslega nýja þekkingu sem kemur mörg-
um á óvart þótt höfundur hafi reifað sumt af henni í fyrirlestri á íslenska
söguþinginu árið 2002, samanber ráðstefnurit þess. Í stuttu máli sagt er greini-
legt að á mörgum sveitaheimilum breyttist ullarvöruframleiðslan á þann veg
að þau tóku upp garnspuna úr hör og strýi í vaxandi mæli og minnkuðu
mikið prjónaskapinn.Við sjávarsíðuna gerðist hið gagn stæða, prjónaskapur
varð aðaliðjan. Þetta gerðist á mismunandi tíma og af nokkuð ólíkum
ástæðum eftir því um hvort svæðið var að ræða. Breytingin sunnanlands varð
strax upp úr 1750 og átti stuðningur konungs við Inn réttingarnar og starfsemi
þeirra mestan þátt í því. Breytingin norðanlands gerðist síðar, upp úr 1780, og
voru kaupmenn forvígismennirnir. Á báðum svæðum tíðkaðist bæði forlags-
vinnsla (e. putting-out system) og kaupvinnsla (þ. Kaufsystem) að evrópskri
fyrir mynd. Í fyrra tilfellinu fengu kaupmennirnir bændum og heimilisfólki
þeirra hráefni til að vinna úr og greiddu fyrir vinnu þeirra þegar vörunni var
skilað aftur í kaupstað. Í síðara tilfellinu keyptu heimilin hráefnið, unnu úr
því, seldu síðan vörurnar og keyptu nýtt hráefni til úrvinnslu.
Þessar staðreyndir um breytingarnar í ullarvöruframleiðslunni eru þeim
mun athyglisverðari að þær hafa verið sagnfræðingum nær alveg eða algjör-
lega ókunnar. er líka merkilegt að svo rækilega hafi fyrnst yfir þessa sögu
að hennar sjái vart neinn stað í frásagnarheimildum frá þessum tíma held-
ur einungis í völdum opinberum skýrsluflokkum, sem fæstir leita í, eins og
krambúðarbókunum.
Höfundur dregur síðan margt fleira nýstárlegt fram í sambandi við
ullar vöruframleiðsluna í niðurstöðukafla, t.d. vaxandi þátttöku karla í
henni, tilvist nokkurra heimilisvefsmiðja sem áður var ókunn og ígrundaðar
tillögur um hagkvæmustu vinnslu ullar eftir aðstæðum á hverjum stað —
allt til þess að bæta afkomu bænda sem mest.
Höfundur tekur fyrir í ritinu viðfangsefni sem að vísu hafa verið rædd
töluvert í rannsóknum á atvinnumálefnum 18. aldar, þ.e. Innréttingarnar og
ritdómar 197
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:54 Page 197