Saga - 2010, Blaðsíða 38
ráðherra leggi til við forseta, rétt eins og við konung í gamla daga,
að hann staðfesti ekki lög frá Alþingi. en mikið þyrfti að standa sér-
staklega á til að slíkt þætti frambærilegt af ráðherra í þingræðis -
landi, auk þess sem forseti teldi sér ekki endilega skylt að fallast á
slíka tillögu af því að 26. grein stjórnarskrárinnar er ætlað að leggja
synjunarvaldið í hendur hans sjálfs, ekki ráðherra.
Hin hliðin, mótþróavald forseta gagnvart ráðherra eða ríkisstjórn,
var það sem Bjarni sá fram á að myndi gjörbreytast með innlendum,
þjóðkjörnum og sennilega rammpólitískum þjóðhöfðingja. ef stjórn-
arskránni væri ekki breytt, þá mætti allt eins búast við að forseti
neitaði bara, þvert ofan í tillögu ráðherra, að staðfesta lög frá Al -
þingi og þar við sæti. Þennan leka átti að setja undir með 26. grein-
inni: lög tækju samt gildi og synjun forseta yrði ekki virk nema
meirihluti samþykkti hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. einhvern veg-
inn hafði stjórnarskrárgjafinn ekki áhyggjur af því á þessu stigi að
forsetinn setti ráðherrum sínum stólinn fyrir dyrnar í öðrum málum
þótt vissulega væri jafn-hugsanlegt að hann strækaði á að skrifa
undir annars konar stjórnarathafnir.
Það hefur forseti bara sjaldan eða aldrei gert.6 Nema hvað forseti
getur hafnað stjórnarmyndun sem ekki er þingmeirihluti fyrir, og
hafi ríkisstjórn fengið lausn og gegni störfum til bráðabirgða getur
forseti neitað henni um þingrof; þetta eru viðurkenndar þingræðis-
reglur sem konungur hefði hugsanlega getað beitt líka. Annars hafa
forsetar bara gert eins og Stauning sagði um konunginn: undirritað
það sem fyrir þá er lagt. enda varð þróun forsetaembættisins öll
önnur en Bjarni Benediktsson hafði óttast. Sveinn Björnsson og
Ásgeir Ásgeirsson höfðu vissulega sínar pólitísku skoðanir, bæði á
mönnum og málefnum, og Ásgeir þar að auki viss ítök í sínum
gamla flokki, Alþýðuflokknum.7 en þeir tóku sér stöðu utan og ofan
við „ofsann í íslenskum stjórnmálum“, höfðu áhrif á utanríkisstefnu
ragnheiður kristjánsdóttir38
6 Ólafur W. Stefánsson færir rök að því í Morgunblaðsgrein, „Um forsetavald“,
26. júní 2004, að Ásgeiri Ásgeirssyni hafi verið óljúft að fallast á tillögu vinstri -
stjórnarinnar 1957 um sakaruppgjöf þeirra sem dæmdir voru fyrir aðild sína að
óeirðunum á Austurvelli 1949, þegar mótmælt var aðild Íslands að Atlants -
hafsbandalaginu. ekki er ljóst hvort forseti hafði beinlínis beðist undan atbeina
að málinu, en Ólafur sýnir fram á hvernig ríkisstjórnin stillti svo til að hand-
hafar forsetavalds undirrituðu sakaruppgjöfina í fjarveru hans.
7 Þeim hef ég vikið að í greininni „emil Jónsson“, Forsætisráðherrar Íslands. Ráð -
herrar Íslands og forsætisráðherrar í 100 ár. Ritstj. Ólafur Teitur Guðnason.
(Reykjavík: forsætisráðuneytið 2004), bls. 279–293.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 38