Saga - 2010, Blaðsíða 104
og umfjöllun um sovétferðalýsingar hefur takmarkast við milli-
stríðsárin. Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri; aðdáun vestrænna
menntamanna á Sovétríkjunum náði hámarki sínu á árunum milli
stríða og hefur þótt áhugavert umfjöllunarefni,21 en hér verða
ferðabækur síðari tíma, þ.e. eftir andlát Stalíns, skoðaðar í saman-
burði við eldri ferðabækur.
Aðeins verður hér fjallað um brot af þeim ferðsögum sem til eru,
en fjöldi þeirra birtist einnig í tímaritum og dagblöðum.22 Stuðst
verður við rit átta höfunda sem eiga það sammerkt að ferðalang-
arnir fóru í boðsferð til Sovétríkjanna og ferðasögur þeirra komu út
í bókarformi. Lesendur kunna að sakna nokkurra bóka eftir lands -
þekkta sovétfara, t.d. ritanna Miðvikudagar í Moskvu eftir Árna Berg -
mann og Valdið og þjóðin eftir Arnór Hannibalsson, en báðir voru
þeir námsmenn í Moskvu á sjötta áratugnum, bjuggu í Sovét -
ríkjunum um árabil og voru því ekki ferðamenn í þeim skilningi
orðsins.23 Þá verða blaðagreinar ekki skoðaðar sérstaklega en oft má
finna í fjölmiðlum litla pistla eða viðtöl við ferðalanga til Sovét -
ríkjanna og Rússlands.24 Hér verður því fjallað um sovét lýsingar þar
sem höfundurinn skilgreindi sig sem ferðalang og gaf að lokum út
bók um ferðalagið. Að sjálfsögðu verður ekki litið framhjá áróðurs-
hlutverki ferðabókanna, en megináhersla verður þó lögð á að skoða
sovétferðalýsingarnar sem spegil sjálfsins, þ.e. hvaðan kemur skiln-
ingur höfundar á viðfangsefninu, í hvaða samhengi er hann settur
fram og hvernig þróast hann?
Til þess að greina upplifun og reynslu íslensku höfundanna af
Sovétríkjunum hef ég valið ferðalýsingar eftir átta ólíka höfunda
sem komu út á árunum 1933 til 1982. Fyrst ber að nefna fjórar bækur
rósa magnúsdóttir104
21 Sjá t.d. Árni Bergmann, „Trúin á Rússland. Saga viðleitni til að finna óskum
sínum stað“, Tímarit Máls og menningar 65:3 (2004), bls. 76–88.
22 einnig er að finna ferðaminningabrot í einkaskjalasöfnum, t.d. kvennasögu -
safni og gögnum kristins e. Andréssonar og konu hans, Þóru Vigfúsdóttur.
23 Hér má einnig nefna bók Guðrúnar Finnbogadóttur, Til heljar og heim. Þrjú ár í
Rússlandi (Reykjavík: Mál og menning, 1994), og bók þeirra Árna og Lenu
Bergmann, Blátt og rautt. Bernska og unglingsár í tveim heimum (Reykjavík: Mál og
menning, 1986).
24 Margar sovétlýsingar verkamanna eru taldar upp í grein Árna Sigurjónssonar
en ekki verður fjallað um þær hér. einnig er vert að nefna minningaþætti
Hendriks ottóssonar, Frá Hlíðarhúsum til Bjarmalands (Akureyri: Pálmi H.
Jónsson 1948), en einn þátturinn fjallar um ferð á alþjóðaþing kommúnista árið
1920.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 104