Saga - 2010, Blaðsíða 77
miðlar með ólíka virkni þrifust samhliða, fremur en að hinn nýi
mið ill bryti hinn eldri á bak aftur í einu vetfangi. Bouza bendir á, líkt
og margir aðrir í svipuðum rannsóknum, að hinn handritaði miðill
hafði ýmsa kosti fram yfir prentverk. Þannig voru handrit opin fyrir
breytingum og viðbótum og það hentaði ýmsum textagreinum, t.d.
ættfræði. Annar kostur var að geta sniðgengið ritskoðun með því að
miðla einungis í handriti og gaf það höfundum meira svigrúm til að
viðra hugsanir og skoðanir sem yfirvöldum, veraldlegum sem trúar-
legum, hugnuðust ekki. enn einn kostur var að höfundur eða
miðlari gat brugðist hratt við eftirspurn eftir textum þótt í litlu upp-
lagi væri. Þetta átti ekki síst við um miðlun tíðinda, jafnt í bréfum
sem handskrifuðum fréttabréfum.48 Í bókinni Communication, Know -
ledge and Memory in Early Modern Spain, sem kom út í Banda ríkjun um
árið 2004, byggir Bouza greiningu sína í kringum hugtakið miðlun
(e. communication) og stefnir þar saman munnlegri, myndrænni og
ritaðri miðlun sem hverfðust um sameiginleg markmið, öflun þekk-
ingar og sköpun minninga.49
einhverjar áhugaverðustu rannsóknaniðurstöður síðustu ára á
þessu sviði má finna í grein bresk-japanska bóksögufræðingsins
Peter F. kornicki um handritamenningu á svonefndu edo-tímabili í
japanskri sögu (1600–1868).50 kornicki bendir á það í upphafi grein-
ar sinnar að enda þótt einstaka fræðimenn hafi fjallað um handrit
síðari alda hafi stórsaga prentvæðingarinnar skyggt á hið stóra sam-
hengi. Þar með liggja utan garðs þau form textamiðlunar sem ekki
falla undir hefðbundinn skilning hugtaksins útgáfu. ennfremur segir
kornicki að fræðimenn á sviði japanskrar bóksögu hafi allajafna
leitað fanga á hinum stóru meginbókasöfnum í Japan og þar sé ekki
að finna mikil merki um lifandi handritamenningu. Öðru máli gegni
hins vegar um minni, staðbundin bóka- og skjalasöfn. Þetta hefur,
textinn á tíma fjöldaframleiðslu sinnar 77
48 Sjá ritdóm Carmen Peraita, „Fernando Bouza, Corre manuscrito: Una historia
cultural del Siglo de Oro“, Variants. The Journal of the European Society for Textual
Scholarship 2/3. Reading Notes (2004), bls. 344–349, og Roger Chartier,
„Foreword“, í Fernando Bouza, Communication, Knowledge and Memory in Early
Modern Spain (Philadelphia: University of Pennsylvania Press 2004), bls. i–xvi.
49 Fernando Bouza, Communication, Knowledge and Memory in Early Modern Spain
(Philadelphia: University of Pennsylvania Press 2004).
50 Peter F. kornicki, „Manuscript, not Print: Scribal Culture in the edo Period“,
Journal of Japanese Studies 32/1 (2006), bls. 23–52. Sjá einnig Peter F. kornicki,
The Book in Japan: A Cultural History from the Beginnings to the Nineteenth Century
(Leiden: Brill 1998), bls. 78–111.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 77