Saga - 2010, Blaðsíða 117
og uppbyggingu landsins. Bókmenntaarfur keisaratímans, sem og
arkitektúr og aðrar listir tímabilsins, átti þannig þátt í að móta upp-
lifun manna á Sovétríkjunum þótt ummæli um slíkt hefðu ekki
verið möguleg á fjórða áratugnum. Það er fyrst í ferðasögum Rann -
veigar og Thors sem arfleifð keisaratímabilsins eru gerð skil en
Rannveig var mjög uppnumin yfir listasafninu í Vetrarhöllinni og
sagðist ekki hafa séð neitt safn glæsilegra á ferðalögum sínum.43
Hún tók það einnig fram að henni virtist sem „Rússunum [væri]
annt um listmuni sína“ og héldu þar öllu jafnt til haga, „ekki síður
því gamla“ (17), og sem von var kom það henni á óvart að „þeir
varðveita og af mikilli kostgæfni gripi og minjar hinna síðari keis-
ara sem þeir börðust svo mjög við að steypa af stóli, og mér fannst
eins og það væri þeim meira en sögulegar minjar, þeir eru hreyknir
af skartinu og skrautinu“ (18). Hún ræddi sérstaklega hvað það væri
undarlegt að leggja fjármagn og vinnuafl í að endurreisa Sumar -
höllina sem var gjöreyðilögð í síðari heimsstyrjöld: „Maður skyldi
halda að Rússar hefðu úr því sem komið var látið rústir gamallar
hallar vera rústir“ (18).
Nú voru auðvitað gjörbreyttir tímar og eftir síðari heimsstyrjöld
hefði verið litið á það sem tákn um uppgjöf og erfiðleika að láta
rústirnar standa. Það varð stjórnvöldum metnaðarmál að endur-
byggja rústir og skipti þá litlu máli hvort þar var um að ræða glæsi-
hallir keisaranna eða verksmiðjur sósíalismans; endurbyggingin var
hluti af opinberri endurreisnarstefnu stjórnvalda og í takt við sósí-
alismann skyldi nú sýnt hvers verkamenn og iðnaður Sovétríkjanna
voru megnugir. Nýlega hafa fræðimenn einnig fært fyrir því rök að
þegar um miðjan fjórða áratuginn hafi sovésk stjórnvöld hafið að
nýta sér hetjusögur frá keisaratímanum til að efla þjóðerniskennd og
föðurlandsást. Byggingar og minnisvarðar voru staðir þar sem í
skugga yfirvofandi stríðs var hægt að kenna fólki um hetjur og sam-
einingartákn fortíðarinnar, og því snerist uppbyggingin eftir stríð að
miklu leyti um að sameina Sovétmenn og þjappa þeim saman á
erfiðum stundum.44 Þetta á sérstaklega við um Leníngrad sem var
umsetin af Þjóðverjum í 900 daga í síðari heimsstyrjöld, en mitt í
„ekkert venjulegt skemmtiferðalag“ 117
43 Nema kannski Pradosafnið í Madríd, sjá bls. 17 í bók hennar.
44 Sjá sérstaklega David Brandenberger, National Bolshevism. Stalinist Mass Culture
and the Formation of Modern Russian National Identity, 1931–1956 (Cambridge,
MA: Harvard University Press, 2002) og David L. Hoffmann, Stalinist Values.
The Cultural Norms of Soviet Modernity, 1917–1941 (Ithaca: Cornell University
Press 2003).
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 117