Saga - 2010, Blaðsíða 132
Til viðbótar eru 32 auðar blaðsíður en með teiknuðum römmum og
virðast þær því ætlaðar myndum sem aldrei rötuðu inn í verkið. Það
má álykta að myndirnar hafi verið vísar, þar sem auðu síðurnar eru
mismargar saman; af og til er t.d. ein stök en svo á öðrum stöðum
tvær til fjórar. Það er ekki að sjá að myndir hafi losnað; ekki eru
greinanleg merki um lím eða festingu. Á tveimur stöðum hefur
þremur prentuðum myndum verið stungið inn í handritið án þess
að þær væru límdar.
Ljósmyndirnar eru fyrst og fremst af færeysku og íslensku lands-
lagi, en einnig eru tvær hópmyndir af Howland og ferðafélögum
hans: önnur uppstillt en hin tekin af þeim á hestbaki með Bakara -
brekkuna í baksýn. Til viðbótar er mynd úr Aðalstræti, af kirkjunni
og tjaldbúðum á Þingvöllum og fjórar myndir af íslenskum konum
í þjóðlegum klæðnaði.8 Á síðustu síðu handritsins er límd mynd af
„Mr. Muller, Thorshaven,“ virðulegum herramanni sem er ekki
nefndur að öðru leyti. Teikningarnar fimm eru af húsi þar sem
Howland og félagi hans gistu í Reykjavík, sýn til Heklu frá Stóru -
völlum, bænum á kofsvatni, hesti Beekmans og kirkjunni í Ból -
staðar hlíð. Prentuðu myndirnar eru af ýmsum landslags- og nátt-
úrufyrirbærum, svo sem Heklu, Geysi og Skóga fossi, einnig sýn til
Reykjavíkur frá höfninni, flutningalest, fiskverkun og ferðamönn-
um á vaði.
Fjögur skjöl eru bundin inn í handritið, þrjú þeirra eru innan um
dagbókarfærslurnar og eru tengd: uppskrift að skyri eftir húsfreyjuna
í Víðidalstungu, þýðing Sigríðar einarsdóttur, konu eiríks Magnús -
sonar í Cambridge, á uppskriftinni og smábréf Sigríðar til Howlands
sem fylgdi þýðingunni. Það fjórða er stórt landakort, snyrtilega bundið
inn í handritið aftan við textann. kortið hefur verið skorið í 12 hluta,
límt á grisju og síðan brotið og fellur því inn í bókina. Á haus kortsins
stendur: „Uppdráttur Íslands, (Carte D’Islande) Gjörðr að fyrirsögn
Ólafs Nicolas Ólsens, (exécutée sous la Direction de Mr. o.N. olsen)
eptir landmælingum Bjarnar Gunn laugssonar (d’après le mesurage de
M. Björn Gunnlaugsson). Gefinn út af enu Íslenska Bókmenntafélagi
(publiée par la Sociétée Lit téraire d’Islande) 1849“. kortið er sem nýtt,
eins og reyndar allt handritið, aukabréfin og ljósmyndirnar, þótt
myndirnar gjaldi þess að hafa verið prentaðar á frekar þunnan pappír.
Tuttugu auðar síður eru aftan við landakortið.
karl aspelund132
8 engar eru nafngreindar, en undir einni stendur „eyvindur’s beloved“. ey vindur
var einn leiðsögumanna í ferðinni.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 132