Saga - 2010, Blaðsíða 133
Inn í handritið hefur auk þessa verið stungið úrklippu úr New
York Herald frá 14. janúar 1914, þar sem m.a. er rakin saga landnáms
Íslands og vöngum velt um það hverjir Paparnir hafi verið og hver
örlög þeirra hafi orðið.9 Úrklippa þessi og stimpill Alden Scott
Boyer eru einu sýnilegu vísbendingarnar um að handritið hafi hlotið
einhverja athygli frá því það var bundið inn. enn sem komið er, er
eingöngu hægt að geta sér til um hvernig það komst í hendur
Boyers, þar sem ekki hefur enn fundist skrá um kaupin. ef til vill
hefur handritið farið frá Howland áður en hann lést, þótt líka sé
hugsanlegt að það hafi gerst eftir að hann lést 1925 en þá var eitt -
hvað af innbúi hans selt á stóru uppboði. Þó er bóka hans ekki getið
í uppboðsauglýsingum eða -fréttum.10
Það sem hægt er að fullyrða um handritið og sögu þess að svo
stöddu er þetta: Það var skrifað upp og bundið inn einhvern tímann
á árunum milli 1873 og 1914. Það var geymt hjá Howland á einhverju
heimila hans, í New york-borg, Mount Morris (30 mílur suður af
Rochester í New york-ríki) eða í Washington. Það fór til Chicago
þegar það komst í hendur Alden Scott Boyers og var síðan flutt til
George eastman House-safnsins í Rochester með safni Boyers árið
1950. Þar var það ljósmyndað 1980 fyrir örfilmuna sem fannst í
Boston University. Handritið var í fágætisgeymslum safnsins, þegar
innt var eftir því á haustmánuðum 2009, og þar er það enn.
Ferðin og förunautar
Samuel Shaw Howland var fæddur í New york 28. ágúst 1849,
yngst ur ellefu systkina af tveimur hjónaböndum föður síns, Gard -
iner Greene Howland (1787–1851). Hann varð því tuttugu og fjög-
urra ára í lok Íslandsferðar sinnar. Howland eldri, sem dó þegar
Samuel var tveggja ára, var auðugur skipamiðlari og járnbrautar- og
bankaeigandi í New york.11 Howland-ættin eru afkomendur fyrstu
englendinganna sem byggðu Norður-Ameríku og var því í miklum
metum meðal New york-aðalsins á 19. öldinni.
Howland, eða S.S. eins og hann var oft kallaður, kvæntist tvisvar
en eignaðist ekki börn. Þegar hann og Frederika Belmont — sjálf af
ferðabók s.s . howlands frá íslandi 1873 133
9 George edwin emory, „The Arctic Mystery“, New York Herald 14. janúar 1914.
10 Sjá auglýsingu frá „American Art Galleries“, New York Times 11. október 1925,
bls. e2, og „$123,404 in Antiques Bought in Six Sales“, New York Times 25. októ-
ber 1925, bls. 26.
11 „obituary: From the evening Post“, New York Daily Times 11. nóvember 1851, bls. 3.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 133