Saga - 2010, Blaðsíða 85
hann í skrifum sínum áherslu á að gefinn væri gaumur öllum þeim
aðilum sem móta merkingu texta með aðkomu sinni að framleiðslu,
dreifingu og neyslu hans, hvort sem er í handrituðu eða prentuðu
formi.68
Í samhengi íslenskra fræða hittir hin nýja handritafræði fyrir á
fleti það sem Driscoll nefnir „Árnastofnunarskólann“ og kennir við
Jón Helgason, handritafræðing og prófessor við kaupmanna hafnar -
háskóla um áratuga skeið.69 Sú fræðahefð miðar fyrst og fremst að
því að finna og búa til útgáfu besta og oftast elsta handrit texta, en
hefur skeytt minna um félags- og menningarsögulega þætti miðlun-
ar. Uppskriftir sem greinilega voru gerðar eftir eldri varðveittum
handritum voru álitnar án textafræðilegs gildis og hefur þetta verið
ríkjandi í fræðilegri textaútgáfu fram á þennan dag að mati Driscoll.
Sama ár og Matthew Driscoll gaf út rit sitt kom út bókin Menntun,
ást og sorg eftir Sigurð Gylfa Magnússon.70 Sú bók fjallar öðrum
textinn á tíma fjöldaframleiðslu sinnar 85
fræði í: Jerome McGann, Critique of Modern Textual Criticism (Chicago: Uni -
versity of Chicago Press 1983). Sjá einnig: D.F. Mckenzie, „Speech-Manuscript-
Print“, Library Chronicle of the University of Texas 20/1-2 (1990), bls. 86–109.
Úrval greina Mckenzie má finna í nýlegu safnriti: Making Meaning: “Printers of
the Mind” and Other Essays. Ritstj. Peter D. McDonald og Michael F. Suarez, S.J.
(Amherst og Boston: University of Massachusetts Press 2002).
68 Þessar hugmyndir eiga margt sameiginlegt með skýringamódeli Roberts
Darnton, The Communication Circuit sem hann setti fram í grein sinni „What is
the History of Books?“ um 1980, og hafði, ásamt kenningum Mckenzie, mikil
áhrif á mótun bóksögu sem þverfaglegrar fræðigreinar.
69 Matthew J. Driscoll, „The Words on the Page“, kafli 2. Handritafræði Jóns
Helgasonar byggðist í megindráttum á kenningum prússneska fræðimannsins
karl Lachmann (1793–1851), upphafsmanns skipulegra samanburðarrann-
sókna handrita að baki útgáfu fornra texta og stemmunnar (stemma codicum),
eða ættartrés handrita, sem greiningartækis. Munur milli eldra og yngra hand-
rits stafaði, að mati Lachmann, af mistökum og var þannig merki hnignunar
frá hinum sanna frumtexta.Við hina Lachmannísku handritafræði blandaðist
gagnrýni franska textafræðingsins Joseph Bédier (1864–1938), sem taldi að við
útgáfu ætti að velja „besta texta“ til útgáfu fremur en að einblína á aldur hand-
rita. Báðir voru þeir trúir því markmiði vísindalegrar textafræði að komast sem
næst „upprunalegum texta“. Sjá odd einar Haugen, „The Spirit of Lachmann,
the Spirit of Bédier: old Norse Textual editing in the electronic Age“. erindi
flutt hjá The Viking Society, University College London, 8. nóvember 2002.
Rafræn útgáfa 20. januar 2003 á Vef. http://ub.uib.no/elpub/2003/a/522001
/haugen.pdf, skoðað 18.2. 2010.
70 Sigurður Gylfi Magnússon, Menntun, ást og sorg: Einsögurannsókn á íslensku
sveitasamfélagi nítjándu og tuttugustu aldar. Sagnfræðirannsóknir — Studia histo-
rica 13 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 85