Saga - 2010, Blaðsíða 180
Tímaskyn, og um leið söguskyn, er kannski að einhverju leyti ósjálfrátt
og ómeðvitað og mótað af samfélagsaðstæðum, eins og kirkjufaðirinn læt-
ur liggja að í þessum ummælum. Það gæti skýrt hvað menn hafa haft mis-
munandi hátt á því að setja fram mælingar sínar á tímanum í sögunni. Þetta
kemur ekki síst fram í fornri sagnaritun.
Þessar gömlu hugleiðingar um tímann og mælingu hans koma upp í
hugann þegar minnst er á hið ágæta verk dr. Ólafíu einarsdóttur um tíma-
talsfræðilega aðferð í fornri íslenskri sagnaritun sem út kom árið 1964.24
Í riti sínu lýsir Ólafía Íslendingabók Ara fróða og frásögnum hans af
kristnitöku á Íslandi sem varð sama sumar og Ólafur Tryggvason féll, sem
var á árinu 1000. Með kristnitökunni tengdist Ísland hinni alþjóðlegu kirkju
og menningarstofnunum þeirra landa sem Íslendingar höfðu áður fjand -
skap ast við sem víkingar. Íslenskar samfélagsaðstæður sem kristindómur-
inn kom inn í voru sérstæðar: höfðingjaveldi í fremur fábreyttu land-
búnaðarsamfélagi, þar sem stórbýlin voru helstu efnahagslegar og menn-
ingarlegar miðstöðvar í hinum dreifðu byggðum. kröfur hins nýja siðar um
klerklegan lærdóm urðu til þess að höfðingjarnir efndu sums staðar til skóla
á höfuð bólum sínum til að mennta klerka sem séð gætu um rekstur kirkna,
hinna nýju guðshúsa. Þarna urðu því til fyrstu íslensku, kristnu mennta-
mennirnir, á höfðingjasetrunum, og þeir voru oft af höfðingjaættunum.
kristin dómurinn sem kom til Íslands á 11. öld hafði einnig sínar sérstæðu
og tímabundnu forsendur. Ólga og gerjun í evrópsku efnahags-, stjórnmála-
og menningarlífi kemur glöggt fram í sögu fyrstu kristni á Íslandi. Varla var
íslenskt biskupsdæmi fyrr stofnað en kom til heiftarlegra pólitískra deilna
á meginlandinu milli kirkju og veraldarvalds, hinna svokölluðu skrýðingar -
deilna. Tími krossferða rann upp með stjórnmála- og hernaðarbrölti og
efnahagslegur uppgangur varð lyftistöng kirkjulegum stofnunum á
landsbyggð inni og hvati mannfjölgunar og þéttbýlismyndunar um mikinn
hluta Norður álfu. Við þessar aðstæður komu fyrstu íslensku sagnaritararnir
fram sem við þekkjum, þeir Sæmundur fróði Sigfússon og Ari fróði
Þorgilsson. Verk þeirra eru m.a. viðfangsefni Ólafíu einarsdóttur í áður-
nefndu riti.
Ólafía gerir grein fyrir tímatalsfræðilegri uppbyggingu Íslendingabókar
Ara fróða í fyrsta hluta ritsins. Hér er komið víða við, m.a. í enskum og
þýskum heimildum, og einnig gerð grein fyrir íslenskum venjum um að
telja aldur manna í vetrum og um talningu í hundruðum og heilum hundr -
uðum. Sýnt er hvernig Ari notar ártölin 870, 1000 og 1120, sem hann hefur
valið af reikningstæknilegum ástæðum, til þess að setja fram megin viðburði
bókar sinnar: upphaf Íslandsbyggðar, kristnitökuna og dauða Gissurar bisk-
ups Ísleifssonar.
heiðursdoktor180
24 Ólafía einarsdóttir, Studier i kronologisk metode i tidlig islandsk historieskrivning.
Bibliotheca historica Lundensis 13 (Lund: Gleerup 1964).
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 180