Saga - 2010, Blaðsíða 30
eigi að síður urðu allmiklar umræður um 26. greinina á Alþingi í
febrúar og mars 1944. Þær snerust að mestu um það afmarkaða
atriði hvort lög, sem forseti hefði synjað að veita staðfestingu, fengju
lagagildi eða ekki, þ.e. fram að þjóðaratkvæðagreiðslu. eysteini
Jónssyni, formanni stjórnarskrárnefndar neðri deildar, þótti þetta
málsatriði „ekki svo stórvægilegt“.13
Í stjórnarskránni frá 1920 hljóðar 22. gr. (sem svarar nú til 26. gr.)
þannig:
Staðfesting konungs þarf til þess, að nokkur samþykkt Alþingis
fái lagagildi. konungur annast birting laga og framkvæmd. —
Nú hefir konungur eigi staðfest lagafrumvarp, sem Alþingi hef-
ir samþykkt, áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman, og
er þá frumvarpið niður fallið.
Þegar þessi ákvæði eru borin saman við 26. gr. lýðveldisstjórnar-
skrárinnar má sjá að breytingarnar á aðild þjóðhöfðingjans að laga-
setningunni eru miklar. Greinin orðast nú svona:
ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir
forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum
eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.
Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó
engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem
kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu
til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau
gildi sínu.
eins og sjá má er vald þjóðhöfðingjans til lagasynjunar nánast af -
numið, en í staðinn er komin alger nýjung, þjóðaratkvæðagreiðsla,
til að skera úr ef forseti fellst ekki á tillögu ráðherra um staðfestingu
laga. Það hefði verið næsta einfalt að skipta hér aðeins út orðunum
„konungur“ og „forseti“. en það er ekki gert.
Hvað gekk Bjarna Benediktssyni og hæstaréttardómurunum til
með breytingu á 22. gr. (nú 26. gr.) stjórnarskrárinnar og ákvæðinu
um þjóðaratkvæðagreiðslu í stað algers synjunarvalds eins og kon-
ungur hafði áður? Um það eru litlar heimildir og ótraustar.
ragnheiður kristjánsdóttir30
unarvaldið og þjóðaratkvæðagreiðsluna í 26. gr., en jafnframt krassað yfir hann
með skriffæri. Þetta bendir til þess að umræða hafi farið fram um ákvæðið í
stjórnarskrárnefndinni, efasemdir jafnvel komið fram, en ekkert verið gert með
þær.
13 Alþingistíðindi B 1944, d. 127.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 30